
VesturbakkinnEftir að vopnahléið tók gildi snéri Ísraelsher sér að Vesturbakkanum
Mynd: Ljósmynd: Shutterstock.com
Síðan Ísrael hóf árásir á hernumda Vesturbakkanum í Palestínu þann 21. janúar, nokkrum dögum eftir að vopnahlé var gert og herinn þurfti að hætta árásum sínum á Gasa, hafa ísraelskir hermenn neytt að minnsta kosti 40.000 Palestínumenn til að yfirgefa heimili sín.
Árásir og mannréttindabrot hörnuðu fyrst eftir að Ísrael hóf stríð sitt gegn Gasa þann 7. október 2023. Hér er yfirlit yfir stöðuna á Vesturbakkanum sem Al Jazeera tók saman:
- 940 Palestínumenn hafa verið drepnir, þar á meðal 188 börn.
- Á þessu ári einu hafa ísraelskar hersveitir drepið 105 Palestínumenn.
- Að minnsta kosti 15.300 manns hafa særst til og með mars.
- Ísrael heldur 9.406 Palestínumönnum í fangelsi, þar af 3.405 án ákæru.
- Yfir 3.200 palestínsk heimili í flóttamannabúðunum í Jenin hafa verið tæmd með valdi.
- Ísraelskar hersveitir hafa í auknum mæli kveikt í húsum innan búðanna síðustu daga.
- Yfir 8.000 fyrirtæki hafa lokað og innviðir eru að mestu leyti skemmdir.

Yfirlit
Mynd: Mynd: Al Jazeera.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment