1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

9
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

10
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Til baka

Sósíalistar rífast: „Þegiðu!“

Kærður formaður Vorstjörnunnar leitaði svara á fundi Sósíalistaflokksins.

Vorstjarnan Sanna
Sanna á fundi VorstjörnunnarBorgarfulltrúinn Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur látið hluta af launum sínum renna í Vorstjörnuna.
Mynd: Víkingur

Mikil óreiða og rifrildi einkenndu fundi Sósíalistaflokk Íslands og upphaf fundar Vorstjörnunnar seinni partinn í dag, í skugga lögreglukæra og valdabaráttu um fjölmiðilinn Samstöðina og fjármagn honum tengt, en hann hefur verið fjármagnaður af flokknum undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra miðilsins.

Fjölmiðlum var vísað úr húsinu þegar fundur Vorstjörnunnar hófst klukkan hálf sex. Ljósmyndari Mannlífs fékk hins vegar að sitja fund Sósíalistaflokksins í öðrum hluta rýmisins sem hefur verið aðskilinn milli Samstöðvarinnar, sem stýrt er af fylgisfólki fyrrverandi framkvæmdastjórnar, og Sósíalistaflokksins.

Spurði út í kæru gegn sér

Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, var mætt á fund Sósíalistaflokksins klukkan hálf fimm. Hún hefur verið kærð af framkvæmdastjórninni fyrir meint efnahagsbrot sem tengjast fjármagnsflutningum frá flokknum yfir í tengd félög. Nokkurt uppsteyt varð á fundinum þegar Védís spurði hvers vegna framkvæmdastjórn Sósíalista hefði ekki rætt við þau sem kærð voru til lögreglu.

Sessunautur hennar greip reglulega fram í framsögu fundarstjóra, Sæþórs Benjamíns Randalssonar, nýs formanns, sem tók við af Gunnari Smára fyrir skemmstu. „Þegiðu!“ var kallað að konunni.

Fundur Sósíalistaflokksins
RifistHér rökræða fundargestir Sósíalistaflokks, en konan var síðan beðin að þagna þegar hún hafði gripið fram í fyrir fundarstjóra.
Mynd: Víkingur
Fundur Sósíalistaflokksins
Af fundi Sósíalistaflokksins.
Mynd: Víkingur
Fundur Sósíalistaflokksins
Formaður stjórnarSæþór Benjamín Randalsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og stýrði fundi flokksins.
Mynd: Víkingur
Fundur Sósíalistaflokksins
Mynd: Víkingur
Fundur Sósíalistaflokksins
Mynd: Víkingur
Fundur Sósíalistaflokksins
Mynd: Víkingur
Fundur Sósíalistaflokksins
Mynd: Víkingur

„Samstöðin lifir“

Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands hafði gert kröfu á Vorstjörnuna, vegna þess að stór hluti ríkisframlaga til flokksins, sem ætluð eru stjórnmálaflokkum, voru látin renna inn í Vorstjörnuna og rekstur Samstöðvarinnar, sem rekin er af öðru félagi, Alþýðufélaginu. Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar og var einnig formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.

„Samstöðin lifir,“ sagði Þorvaldur Gylfason, á Facebook-síðu sinni, eftir fundinn. „Örtröð var á aðalfundi Vorstjörnunnar þar sem kjörin var stjórn sem ætla má að muni áfram eiga gott og friðsælt samstarf við stöðina eins og verið hefur. Hættan er liðin hjá.“

Þar með virðist baráttan um yfirráð yfir Samstöðinni vera yfirstaðin með sigri Gunnars Smára Egilssonar og félaga hans.

Ný stjórn Vorstjörnunnar

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Laufey Líndal Ólafsdóttir

Sara Stef. Hildar

María Lilja Ingveldar- Þrastardóttir Kemp

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Helen María Ólafsdóttir

Lína Thoroddsen

Kolbrún Valvesdóttir

Margrét Pétursdóttir

Arna Magnea Danks

Guðný S. Bjarnadóttir

Björn Rúnar Guðmundsson

Guðmundur Auðunsson

Davíð Þór Jónsson

Þórbergur Torfason

Sigurður Thorlacius Ingólfsson

Tomas Ponzi

Samstöðin notuð gegn flokknum

Andri Sigurðsson, sem hannaði vef Samstöðvarinnar, kvartaði undan því á Facebook í dag að Samstöðinni hafi verið beitt gegn Sósíalistaflokknum.

„Samstöðin sem var stofnuð af Sósíalistaflokknum er nú beitt af fullum þunga gegn flokknum. Ég man ekki eftir öðru eins og viðlíka áróðri. Ég fann upp á nafni Samstöðvarinnar og hannaði lógóið og smíðaði vef stöðvarinnar. Aldrei hefði mér dottið í hug að stöðin yrði notuð til að ráðast á Sósíalistaflokkinn.“

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, svaraði honum með því að birta mynd af nýju merki Samstöðvarinnar og bjóða honum að taka hið gamla til sín aftur.

Í gær kom síðan fram að Sósíalistaflokkur Íslands hefði kært formann og starfandi gjaldkera Vorstjörnunnar, og svo gjaldkera kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, fyrir efnahagsbrot sem tengist færslu fjármuna á milli félaga.

Sagði fundinn ólögmætan

Guðberg­ur Eg­ill Eyj­ólfs­son, ný­kjör­inn stjórn­ar­maður í Sósí­al­ista­flokkn­um, fullyrti í grein á Vísi í dag að ekkert fé hefði runnið frá Vorstjörnunni til þeirra málefna sem stjórnendur hennar hefðu fullyrt að yrðu styrkt. Hann sagði boðun fundarins ólöglega, þar sem félagsmenn hefðu ekki allir fengið hana.

Annar fulltrúi í framkvæmdastjórn Sósíalista sagði í dag að framlög sem Vorstjarnan hafi átt að veita til Leigjendasamtakanna hefðu í raun ekki borist, en því hefur formaður samtakanna hafnað. Megnið virðist hafa runnið í leigugreiðslu fyrir húsnæðið í Bolholti, sem og lögfræðiaðstoð.

Fundur vorstjörnunnar
Kosið á fundi VorstjörnunnarFjölmiðlum var vísað út, en í frétt Morgunblaðsins segir fundi hafa verið slitið þegar spurningar voru lagðar fram um fjárreiður.
Mynd: Víkingur

Sanna stendur með eldri stjórn

Borgarfulltrúi Sósíalista í Reykjavík, Sanna Magdalena Mörtudóttur, hefur tekið afgerandi afstöðu með stjórnendum Vorstjörnunnar og Gunnari Smára Egilssyni, í deilunni og íhugar nú stöðu sína sem annar af tveimur kjörnum fulltrúum Sósíalistaflokks Íslands. Gunnar Smári og fleiri viðloðandi Samstöðina hafa hvatt stuðningsfólk til þess að mæta, enda gæti „Samstöðin lokað í kvöld“.

„Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig,“ sagði Gunnar Smári. „Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“

Harðar deilur eru nú í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar og fullyrðir félagi í Sósíalistaflokknum að fundarsköp hafi verið vanvirt.

Þá segir Morgunblaðið að fundinum hafi verið slitið þegar spurt hefði verið í hvað fjármunir Vorstjörnunnar hefðu runnið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu