1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

3
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

4
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

5
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

6
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

7
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

8
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

9
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

10
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Til baka

Sósíalistar loga: Sólveig Anna rokin út

Yfirgefur „yfirgengilega bilaða stemningu“.

Sólveig Anna Jónsdóttir 2
Mynd: Bára Huld Beck

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands eftir harða orðræðu um boðskap hennar gegn woke-hugmyndafræði. Sólveig birtir stöðufærslu frá Maríu Pétursdóttur, sem var áður oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem gagnrýnir hana fyrir að „tala beint inn í öfgahægrið og fasismann“.

Þetta segir Sólveig Anna jafngilda því að henni sé líkt við fasista. Hún segir sig því úr flokknum og undirstrikar nýjan klofning hjá vinstri flokknum.

„Við að lesa svívirðingarnar, þar sem að ein af forystukonum flokksins líkir mér við fasista og segir mig tala gegn mannréttindum er mér ljóst að ég á ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum,“ segir Sólveig í kveðjufærslu á Rauða þræðinum, spjallsvæði Sósíalistaflokksins. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum

Gagnrýndi woke-herferð

Ummælin sem fylltu mælinn hjá Sólveigu Önnu voru gagnrýni Maríu þess efnis að hún klyfi Sósíalista með því að fara í vegferð gegn woke-hugmyndafræði, sem hún sagði nýlega að væri „ömurlegt“. Hún talaði til Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar. „Þið eruð ekki samherjar í vinstrinu. Þið eruð einangrunarsinnar sem talið gegn mannréttindum og inn í jaðarinn og yfir til hægri og inn í fasismann. Þið raunverulega trúið þeirri vitleysu að félagshyggja sé fyrir stéttabaráttunni.“

Nýlega setti framkvæmdastjórn Sósíalastaflokksins þær reglur að enginn mætti setja meira en ein ummæli á hverri klukkustund. Þeirri takmörkun hefur nú verið aflétt og er uppi fótur og fit.

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar, segist „láta sem hann sjái ekki“ úrsögn Sólveigar Önnu og biður Maríu að biðjast afsökunar. „Ég tala bara til hennar á sama hátt og hún talar til annarra nema ég sagði henni ekki að hún væri geðveik eða neitt slíkt,“ svarar María.

Einn þáttakandi í umræðunni skorar á Maríu Pétursdóttur að „segja af sér“.

„Ég er ekki í neinu embætti,“ svarar hún.

Klofningur skekur efstu sæti

Sólveig Anna var í þriðja sæti framboðslista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður í þingkosningunum í nóvember. María Pétursdóttir var í öðru sæti í Reykjavík norður, á eftir Gunnari Smára Egilssyni.

Sósíalistaflokkur Íslands er nú þegar klofinn vegna deilna ungliða og fleiri gagnvart formanni framkvæmdastjórnar flokksins, Gunnari Smára Egilssyni. Deilurnar hófust þegar Karl Héðinn Kristjánsson, starfsmaður Eflingar, sakaði Gunnar Smára um andlegt ofbeldi og fleira. Karl var sjálfur í öðru sæti í Reykjavík suður.

Fylgi Sósíalistaflokksins mældist 5,4% í síðustu könnun Gallups, litlu minna en Framsóknarflokksins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers
Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael
Innlent

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands
Innlent

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.“
Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Loka auglýsingu