1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

7
Minning

Anna Birgis er fallin frá

8
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

9
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

10
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Til baka

„Sorglegt hvað lítið hefur gerst í þessum efnum í Reykjanesbæ“

Uppeldis- og menntunarfræðingur segir að undanfarna daga hafi leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það ekki að ástæðulausu

Gígja Sigríður Sjálfstæðisflokkur
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir er uppeldis- og menntunarfræðingurSegir leikskólamál í Reykjanesbæ í ólestri

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur miklar áhyggjur af stöðu leikskólamála í Reykjanesbæ. Hún skrifar grein sem ber yfirskriftina Svikin lof­orð í leik­skóla­málum Reykja­nes­bæjar.

Gígja segir að undanfarna daga hafi leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og ekki að ástæðulausu:

„Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli.“

Gígja segir frá því að hún hafi fyrir fjórum árum verið í „þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum.“

Hún nefnir að það var einmitt af „þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum.“

Samfylkingin stóð uppi sem sigurvegarinn „með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum.“

Hún segir einnig að „á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar.“

Gígja færir í tal að í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefji börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða:

„Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt.“

Hún nefnir einnig að miðað við skráða dagforeldra í Reykjanesbæ gætu þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára:

„Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi.“

Að mati Gígju snúast leikskólamálin ekki bara um dagvistun – þau snúist um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur:

„Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum orðum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

„Þetta gerir ekkert fyrir mann,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri, um föt, bíla og önnur efnisleg gæði, sem hann hefur snúið bakinu við.
Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl
Fólk

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson
Heimur

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

Selja huggulegt einbýli með risagarði
Myndir
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Lögfræðingur hjónanna segir málið „öfugsnúið“ og „grafalvarlegt“.
Counter Strike player physically attacked a teen - Calls him “disgusting immigrant trash”
Myndband
Innlent

Counter Strike player physically attacked a teen - Calls him “disgusting immigrant trash”

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Mótmæla breytingum á útlendingalögum
Innlent

Mótmæla breytingum á útlendingalögum

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Loka auglýsingu