
Sonur Sævars Þórs Jónssonar lögmanns var eltur af ókunnugum manni sem sýndi ógnandi hegðun en RÚV greinir frá þessu.
Samkvæmt RÚV þurfti sonur Sævars, sem er á unglingsaldri, að fela sig fyrir manninum en Sævar Þór var lögmaður Matthíasar Erlingssonar í Gufunessmálinu svokallaða. Var sonurinn vaktaður af lögreglu dagana fyrir aðalmeðferð málsins. Atvikið kom upp stuttu eftir að RÚV greindi frá því að þrýst hafi á Matthías að skipta um lögmann og taka á sig alla sök í málinu. Hann ákvað þó að halda sig við Sævar og tók ekki á sig alla sök í málinu.
Hann var einn þeirra þriggja sem voru dæmdir fyrir manndráp, frelsissviptingu og fjárkúgun og var dæmdur í 14 ára fangelsi.
Sævar staðfesti við RÚV að málið hafi komið upp en vildi ekki tjá sig frekar um það.
Komment