1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

3
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

4
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

5
Innlent

Stefán S. varð vitni að drukknun á Tenerife

6
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

7
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

8
Innlent

Lítil stúlka drukknaði við Reynisfjöru

9
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

10
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

Til baka

Sonur Önnu hrekkti tengdaföður sinn á Tenerife

„Ég er ánægð með drenginn, loksins farinn að sýna af sér eðlilega hegðun ættarinnar þótt kominn sé hátt á fimmtugsaldurinn.“

Anna Kristjánsdóttir
Anna KristjánsdóttirSonur Önnu er farinn að sverja sig í ættina.

Anna Kristjánsdóttir segir son sinn vera orðinn lygnari er hún í nýrri dagbókarfærslu á Facebook.

Húmoristinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir segir frá skemmtilegum hrekk sem sonur hennar gerði tengdaföður sínum á Tenerife í gær. Segir hún að sonur hennar sé orðinn álíka lyginn og sumir ættingjar hans.

„Dagur 2126 – Ég heppin.

Ég nefndi hér um daginn að sonur minn væri farinn að sverja sig í ættina og orðinn jafnlýginn og sumir ættingjar hans þó að mér undanskilinni sem hefi ávallt sannleikann í hávegum, allavega þegar það hentar mér.“

Segir Anna að sonur hennar sé nú í heimsókn á Tenerife auk barna sinna og tengdaforeldrum. Sonurinn reyndi hvað hann gat til að fá móður sína til að koma með fjölskyldunni út að borða, án árangurs, þar sem Anna er lítið fyrir það að ferðast mikið til þess eins að borða.

„Umræddur sonur minn sem staddur er hér á eyjunni ásamt þremur barna sinna og tengdaforeldrum fór fram á það að ég borðaði með þeim á Hvítu myllunni, veitingastað úti í Adeje. Ég sá öll tormerki þess að mæta, enda nenni ég yfirleitt ekki að þvælast yfir í aðra hreppa til þess eins og borða kvöldmat og færðist undan mætingu og að lokum héldu þau öll á veitingastaðinn án mín.“

Og þá kemur að hrekknum:

„Að sögn einhverra viðstaddra laumaði sonur minn því að yfirþjóninum að einn í hópnum, nánar tiltekið tengdafaðirinn, ætti afmæli. Svo komu þjónarnir og sungu fyrir „afmælisbarnið“ og „afmælisbarnið“ tók undir. Svo var honum færð afmæliskaka og þá fór að kárna gamanið því tengdapabbinn vildi ekki kannast við að eiga afmæli, en allt fór vel að lokum og sonur minn neyddist að lokum til að játa að hann hefði skrökvað til um afmæli tengdaföðursins, en sem betur fer er tengdapabbinn ljúflingur hinn mesti og tók lýgi tengdasonarins með jafnaðargeði.“

Anna er þakklát fyrir að hafa neitað að mæta í matinn þar sem hún hefði þá líklega orðið fyrir hrekknum.

„Ég þakka fyrir að hafa ekki mætt á staðinn því þá hefði drengurinn logið upp á mig afmæli eða einhverju enn verru, en á sama tíma sat ég bláedrú heima við að afsaka pistil dagsins á undan.“

Að lokum segist Anna vera ánægð með að sonurinn sé farinn að sverja sig í ættina hvað lygina varðar:

„Ég hefi sagt það áður að drengurinn er orðinn lýgnari en ég og er þá mikið sagt, sennilega farinn að líkjast bróður mínum í skröksögum svo ekki sé talað um föður minn og föðurbróður sem báðir þóttu miklir sagnamenn. Ég er ánægð með drenginn, loksins farinn að sýna af sér eðlilega hegðun ættarinnar þótt kominn sé hátt á fimmtugsaldurinn. Um leið er ég heppin að tengdafaðir hans kann að meta svona grín.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Lítil stúlka drukknaði við Reynisfjöru
Innlent

Lítil stúlka drukknaði við Reynisfjöru

Sjöunda banaslysið í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal á síðustu árum.
Stefán S. varð vitni að drukknun á Tenerife
Innlent

Stefán S. varð vitni að drukknun á Tenerife

Forsetinn í Kongó krefst viðurkenningar á þjóðarmorði í austurhluta landsins
Heimur

Forsetinn í Kongó krefst viðurkenningar á þjóðarmorði í austurhluta landsins

Enn og aftur drepa Ísraelar svanga Palestínumenn
Heimur

Enn og aftur drepa Ísraelar svanga Palestínumenn

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær
Myndband
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar
Heimur

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu
Innlent

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Söngvarinn átti fótum sínum fjör að launa
Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra
Fólk

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga
Fólk

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Loka auglýsingu