1
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

2
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

3
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

4
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

5
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

6
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

7
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

8
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

9
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

10
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

Til baka

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

„Við bjuggumst við að þegar við kæmum til Íslands yrði komið fram við okkur sem manneskjur, með sanngirni, réttlæti og mannlegri reisn“

Útlendingastofnun
ÚtlendingastofnunSómölsku hælisleitendurnir eru ekki sáttir við meðferðina
Mynd: Víkingur

Hópur fimmtán sómalskra hælisleitenda á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir mikilli óánægju með meðferð íslenskra yfirvalda á málum sínum og krefst tafarlausrar afgreiðslu. Flestir hópsins hafa dvalið hér í meira en þrjú ár án endanlegrar niðurstöðu í umsóknum sínum um alþjóðlega vernd.

Í yfirlýsingunni segir að margir hafi komið hingað í leit að öryggi undan stríði, ofbeldi og ofsóknum, en upplifi sig nú föst í kerfi sem „hefur engan áhuga á þjáningu okkar“ og brýtur niður mannlega reisn þeirra.

„Við bjuggumst við að þegar við kæmum til Íslands yrði komið fram við okkur sem manneskjur, með sanngirni, réttlæti og mannlegri reisn. En í staðinn finnst okkur við vera föst í kerfi sem hefur engan áhuga á þjáningu okkar og virðist notfæra sér aðstæður okkar. ,“ segir í yfirlýsingunni.

Langvarandi tafir og gagnrýni á Útlendingastofnun

Hælisleitendurnir segja mál sín hafa dregist óhóflega og að hvorki Útlendingastofnun né kærunefnd útlendingamála hafi veitt skýr svör. Þau gagnrýna einnig viðmót starfsmanna, sem þau telja oft einkennast af tortryggni og virðingarleysi, og segja að kerfið beiti töfum viljandi til að knýja þau til að fara sjálfviljug úr landi.

Í yfirlýsingunni kemur fram að margir innan hópsins hafi ekki glímt við andleg veikindi áður en þeir komu til landsins, en streita og óvissa síðustu ára hafi ýtt þeim út í lyfjanotkun. „Töfin er ekki bara óþægileg, hún skaðar líf okkar og heilsu,“ segir þar.

Krefjast fjögurra úrbóta

Hópurinn setur fram fjórar megin kröfur:

  1. Tafarlaus afgreiðsla umsókna í samræmi við lög.
  2. Einstaklingsbundin og gagnsæ meðferð kærunefndar útlendingamála.
  3. Réttlát og virðingarfull málsmeðferð hjá Útlendingastofnun.
  4. Að mannleg reisn og geðheilsa hælisleitenda sé virt og vernduð.

Hópurinn ítrekar að hann leiti aðeins réttlátrar málsmeðferðar og sanngjarnrar verndar. „Við erum ekki hér til að nýta okkur kerfið, heldur vegna þess að við höfðum enga aðra möguleika,“ segir í yfirlýsingunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Söngvarinn átti fótum sínum fjör að launa
Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Þingmaðurinn fyrrverandi skilur ekkert í stuðningnum við Ísrael
Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Loka auglýsingu