
Sólveig Anna Jónssdóttir segir Evrópusambandið „gjörspillta teknókrasíu“ í nýrri Facebook-færslu. Ástæða færslunnar er samningur sambandsins við Bandaríkin.
Stéttarfélagsforkálfurinn Sólveig Anna Jónsdóttir er síður en svo sátt við samninginn sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gerði við Donald Trump um tollamál.
„Evrópusambandið heldur áfram að sökkva í fen aumkunarverðrar undirgefni og heimsku. Gjörspillt teknókrasía án lýðræðislegs umboðs almennings færir heimsveldinu gjöf á kostnað evrópskra kjósenda, gjöf sem greidd verður með enn svívirðilegri aðför að grunnstoðum siðmenntaðs samfélags.“
Að lokum skýtur hún fast á íslenska Evrópusinna:
„Og íslenskt stjórnmálafólk og nytsamir sakleysingjar vilja að við göngum til liðs við brjálæðið.
The mind boggles.“
Komment