1
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

2
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

3
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

4
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

5
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

6
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

7
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

8
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

9
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

10
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Til baka

Snorri býður sig fram

Stefnir í hörkubaráttu innan flokksins

Snorri Másson
Snorri Másson, þingmaður MiðflokksinsVill verða varaformaður flokksins
Mynd: Víkingur

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hefur tilkynnt að hann sækist eftir varaformannssæti flokksins.

Snorri er þá orðinn þriðji þingmaður flokksins sem vill verða varaformaður en Bergþór Ólason og Ingibjörg Davíðsdóttir hafa einnig tilkynnt um framboð sitt.

Kosið verður um varaformann flokksins á landsþingi flokksins um aðra helgi.

Snorri settist á þing fyrir hönd flokksins í fyrra en hafði áður starfað sem fjölmiðlamaður á Vísi og Morgunblaðinu og hefur verið áberandi í starfi sínu sem þingmaður.

Tilkynning Snorra

Kæru Miðflokksmenn og vinir vítt og breitt um landið,

hér með tilkynnist að ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns í Miðflokknum.

Nú nálgast landsþing og stemningin er að magnast upp. Engu er logið þegar ég fullyrði að ég hef aldrei fyrr séð flokk minn eins iðandi af lífi. Áhugasamir flykkjast að í stríðum straumum, fylgið er á uppleið og sakleysislegir fimmtudagsfundir fyllast út úr dyrum.

Að undanförnu hef ég fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum til þess að gefa kost á mér í þetta hlutverk. Sú áskorun er komin frá ungum sem öldnum úr öllum áttum. Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar.

Við lifum sögulega tíma. Allir finna að flokkur okkar er í einstöku færi með Sigmund Davíð Gunnlaugsson í stafni, formann sem býr yfir trúverðugleika á við engan annan í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin hefur enda kynnst vel hans þrotlausu hugsjónabaráttu fyrir hagsmunum Íslendinga í áranna rás.

Nú vex úr grasi kynslóð Íslendinga sem er líklega pólitískari en nokkru sinni fyrr og tækifærin fyrir Miðflokkinn í þessum hópi eru meiri en flestir gera sér grein fyrir. Líklega hefði maður uppskorið hlátur fyrir aðeins örfáum árum ef maður hefði spáð því að árið 2024 væri Miðflokkurinn farinn að vinna Krakkakosningar, en svona eru tímarnir að breytast.

Verði ég kjörinn varaformaður Miðflokksins, mun ég róa að því öllum árum með núverandi forystu að nýta þetta dauðafæri. Við þurfum núna að færa út kvíarnar og halda áfram stækka flokkinn á okkar trausta grunni.

Lykilþáttur í þessu er að glæða innra starf flokksins nýju lífi, sem kæmi í minn hlut í þessu embætti. Þar þarf bæði að styðja enn frekar við okkar frábæra fólk, sem nú þegar er vakið og sofið yfir flokknum, og um leið gefa öllu nýja fólkinu okkar hlutverk og ábyrgð við hæfi. Ég gæti ekki hugsað mér verðugra verkefni.

Kjósendur treysta okkur í Miðflokknum fyrir því að standa vörð um fullveldi landsins, að berjast fyrir þjóðmenningu okkar í ölduróti misráðinnar alþjóðavæðingar og um leið þurfum við að efna til sóknar í lífskjörum íslensks almennings.

Næsti áfangi eru sveitarstjórnarkosningar þar sem öflugir fulltrúar okkar munu koma sterkari inn en nokkru sinni fyrr. Því næst ætlum við að taka yfir landið.

Ég óska eftir ykkar stuðningi.

Snorri Másson

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Ráðlagt er að neyta þeirra ekki
Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu
Myndir
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn
Heimur

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

Pólitík

Snorri býður sig fram
Pólitík

Snorri býður sig fram

Stefnir í hörkubaráttu innan flokksins
Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Loka auglýsingu