
Í dagbók lögreglu er sagt frá að hún hafi fengið tilkynningu um líkamsárás í miðbænum í dag en þá hafði einstaklingur verið laminn í andlitið og tekinn hálstaki.
Flytja þurfti mann úr miðbænum á sjúkrahús sem var mjög illa haldinn vegna eiturlyfja. Viðkomandi ældi í lögreglubílinn og þurfti að sprauta hann niður og fjötra á sjúkrahúsinu. Þá var brotist inn í veislusal og var sjónvarp tekið. Mikið af notuðum sprautunálum fundust í salnum.
Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var um heimilisofbeldi í miðbænum.
Tilkynnt var um ónæði frá heimahúsi. Við skoðun lögreglu var húsráðandi að smíða ramma á ókristilegum tíma að nágrönnum fannst.
Einnig var tilkynnt úr þjófnað í Bónus í Kópavogi og rúm á götu í Mosfellsbæ
Komment