1
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

2
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

6
Menning

Þögn á Akranesi

7
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

8
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

9
Minning

Anna Birgis er fallin frá

10
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

Til baka

„Smám saman kemur umfangið í ljós“

Isavia sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm aðra flugumferðarstjóra í morgun vegna brota á reglum er varða skráningu á tímum um setu í vinnustöðu.

Kjartan Briem
Kjartan Briem framkvæmdastjóri Isavia.Segir daginn hafa verið erfiðan enda málið litið mjög alvarlegum augum.
Mynd: ISAVIA

Kjartan Briem framkvæmdastjóri Isavia segir að dagurinn í dag hafi verið erfiður vegna brottreksturs fimm flugumferðarstjóra; fimm aðrir fengu áminningu. Málið er litið afar alvarlegum augum og er það til rannsóknar hjá Samgöngustofu.

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia, segir í samtali við Vísi að málið hafa komið upp fyrir hálfum mánuði síðan og hann lýsir því aðeins:

„Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan og bætir því við að nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna - þótt þeir hafi verið skráðir þannig; annað starfsfólk hafi því skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra.

Þess má geta að vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og sé í virkri vinnu við flugumferðarstjórn.

„Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“

Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili.

Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið.

Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan.

Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal.

„Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“

Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum.

„Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan.

Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Það er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Loka auglýsingu