
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í dag, 10. september, um að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson verði sett upp í Gunnarsbrekku við Laugarásveg.
Samkvæmt tillögunni yrði minnismerkið staðsett á lóðinni Laugarásvegi 59, sem áður var eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem Gunnarshús stendur. Þar stendur til að reisa tvíbýli. Málið hefur þótt umdeilt meðal íbúa Laugardals.
Lagt er til að staðsetning verði valin þannig að minnismerkið falli vel að umhverfinu, til dæmis neðan við trjálund sem er á svæðinu, án þess að skerða notagildi brekkunnar sem vinsæll leikstaður og sleðabrekka barna og ungmenna. Þá er jafnframt lagt til að komið verði fyrir setubekk við minnismerkið.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundinum í dag.
Komment