1
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

2
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

6
Menning

Þögn á Akranesi

7
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

8
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

9
Minning

Anna Birgis er fallin frá

10
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

Til baka

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Sex manna fjölskylda deildi dollu af hummus fyrir nokkrum dögum en stendur nú frammi fyrir dauðanum

Ayat
Systir AyuAyat, systir Ayu, þegar meiri matur var til skiptanna
Mynd: Aðsend

Sigurbjörg Magnúsdóttir hefur um hríð reynt að styðja fólk á Gaza með peningagjöfum og öðrum leiðum, en í nýrri færslu á Facebook lýsir hún yfir örvæntingu vegna stöðu fjölskyldu sem hún hefur tengst tilfinningaböndum en á Gaza ríkir nú manngerð hungursneyð.

„Fjölskyldan hennar Aya Harb minnar er að deyja úr hungri!!!“ skrifar Sigurbjörg og bendir á að söfnunin fyrir þau hafi stöðvast.

Samkvæmt henni eru nú sex manns í fjölskyldunni sem deildu fyrir fjórum dögum einungis einni dollu af hummus. Ættingjar móður Ayu höfðu komið tveimur konum fyrir í tjaldinu þeirra til að hugsa um og þar með fjölgaði munnunum sem þurfa fæðu.

Ungabörn á Gaza
UngabörninÞessi kríli bættust nýlega við
Mynd: Aðsend

Tvö systkini Aya eru alvarlega veik og faðirinn féll í sprengjuárás Ísraela fyrir meira en áratug. „Þannig að það er enginn eiginmaður eða fjölskyldufaðir sem er fyrirvinna eða getur aðstoðað,“ segir Sigurbjörg. Hún bætir við að móðir Aya, Reem Harb, 46 ára hafi selt allt sem nokkurt verðmæti hafði.

Fjölskyldufaðirinn
FaðirinnFaðir Ayu lést fyrir akkurat 16 árum í sprengjuárás Ísraela
Mynd: Aðsend

„Hjálp! Hvað get ég gert?!?“ spyr Sigurbjörg og segir að hún sjálf geti lítið lagt af mörkum þar sem hún sé öryrki með fjárhag í rúst. „Ef ég væri ekki með fjárhaginn í rúst sjálf myndi ég leggja inn á hana pening en ég á bara engan. Allt hjálpar, sama hversu lítið það er. Allar deilingar eru vel þegnar.“

rústir
RústirRústir þar sem heimili fjölskyldunnar stóð áður
Mynd: Aðsend

Með færslunni birtir hún mynd af því sem eftir stendur af heimili fjölskyldunnar og hvetur fólk til að bregðast við neyðarkallinu.

Bróðir Ayu
MahmoudramiBróðir Ayu er með þroskaskerðingu
Mynd: Aðsend

Mannlíf ræddi við Sigurbjörgu en hún segist hafa kynnst hinni 24 ára Aya Harb og eiginmanni hennar þegar þau fengu vernd hér á landi en eiginmaður hennar var staddur í Úkraínu þegar Rússar réðust á landið. Á Gaza er móðir Ayu og fimm systkyni en tvö þeirra glíma við greindarskerðingu og eru með þroska á við fimm ára börn. Faðir þeirra dó eins og áður segir, þegar hann brann inni í byggingu eftir loftárás Ísraelsmanna en í dag eru akkurat 16 ár frá andlátinu. Samkvæmt Sigurbjörgu eru nokkrir staðir þar sem hægt er að fá mat en að börn séu þar með forgang en systkini Ayu eru á unglingsaldri og ungt fólk og því ekki í forgangi. Þá sé sá litli matur sem enn er seldur á Gaza á uppsprengdu verði.

Gaza
Bræður AyuMyndin er ekki ný
Mynd: Aðsend

Systkini Ayu eru þau Mohammed Harb 22 ára, Ahmed Harb 21 ára, Alaa Harb 17 ára en hún er þroskaskert og með skjaldkirtils sjúkdóm, Mahmoudrami Harb16 ára, einnig þroskaskertur og Ayat Harb er yngst og verður 16 ára eftir sirka mánuð, lifi hún af.

Hægt er að leggja fjölskyldunni lið hér.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Sex manna fjölskylda deildi dollu af hummus fyrir nokkrum dögum en stendur nú frammi fyrir dauðanum
Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson
Heimur

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“
Heimur

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Loka auglýsingu