
Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt inn málflutningsréttindi sín og eru þau nú óvirk en greint er frá þessu í Lögbirtingarblaðinu.
Sigríður kláraði lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1999 en síðan þá hefur hún setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn. Fyrst fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2015 til 2021 og svo var hún kjörin á Alþingi fyrir Miðflokkinn árið 2024.
Þá var hún dómsmálaráðherra frá 2017 til 2019 en sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipun landsréttardómara, sem var í höndum Sigríðar, uppfyllti ekki skilyrði 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um að dómarar þyrftu að vera löglega skipaðir.
Nýlega var hún kjörin formaður þingflokks Miðflokksins.
Komment