1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

4
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

5
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

6
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

7
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

8
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

9
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

10
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Til baka

Siggi hakkari birtir meintar leyniupptökur af samtali sínu við Grím Grímsson

Í samtali við Frosta Logason færir síbrotamaðurinn Siggi hakkari fram nýjar ásakanir og birtir upptöku.

Siggi hakkari
Siggi hakkariSíbrotamaðurinn er nýjasti gestur Frosta Logasonar.
Mynd: YouTube-skjáskot

Síbrotamaðurinn Sigurður Þórðarson eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður heldur því fram í nýju viðtali Á spjalli með Frosta Logasyni í Brotkastinu, að starfsfólk sérstaks saksóknara hafi beðið hann um að safna gögnum og afrita upplýsingar úr tölvukerfum ýmissa fyrirtækja á árunum eftir hrun, án þess að slíkar aðgerðir hefðu verið heimilaðar með dómsúrskurði, að því er fram kemur í frétt Nútímans. Hann segir að megnið af þeim gögnum sem fjallað var um í Kveiksþætti um njósnir Jóns Óttars Ólafssonar og meðeiganda hans í félaginu PPP sf, hafi komið frá honum. Jón Óttar staðhæfði nýlega í viðtali við Frosta í Brotkasti að sjálfur héraðssaksóknarinn og sérstaki saksóknarinn Ólafur Þór Hauksson, hefði lekið gögnunum í Kveik, án þess að færa nokkrar sönnur á mál sitt.

Siggi hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum og verið dæmdur fyrir margvíslegar blekkingar. Fram hefur komið í fréttum að hann var greindur með siðblindu af geðlækni árið 2014, vegna sakamálarannsóknar. Hann hefur sett sig í samband við fjölmiðla undanfarið og hefur sent meðlimum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis bréf, öllum nema þingmanninum Grími Grímssyni.

„Ég tel það afar brýnt að nefndin fái að heyra mína hlið málsins, þar sem meginhluti þeirra gagna sem síðan voru seld frá embætti sérstaks saksóknara átti upphaf sitt hjá mér,“ segir hann í bréfinu.

Þá boðar hann frásögn af „núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk núverandi starfsmanna Ríkissaksóknara, Héraðssaksóknara, sem og starfsmanna þáverandi embættis sérstaks saksóknara.“

Siggi segir frá því að þegar hann síðar var kærður og handtekinn, grunaður um að hafa stolið gögnum frá fjárfestingarfélaginu Milestone, hafi hann átt fund með Grími Grímssyni, sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérstökum saksóknara, þar sem rætt hafi verið hvernig skipuleggja mætti yfirheyrslur þannig að samstarf þeirra kæmist ekki upp, samkvæmt frásögn Sigga. Þá heldur hann því fram í viðtalinu við Frosta Logason að embættismenn hjá sérstökum saksóknara hafi veitt honum óformlegt loforð um að kæran vegna meint þjófnaðarins yrði aldrei látin ná fram að ganga.

Í viðtalinu er upptaka spiluð þar Siggi ræðir við, að því er fullyrt í þættinum, Grím Grímsson, þáverandi lögreglumann. „Þá var þessi opinberi rannsóknaraðili, sérstakur saksóknari að fá sautján ára strák út í bæ til þess að í raun og veru brjótast inn í einkafyrirtæki og afrita gögn?“ spyr Frosti í myndskeiði sem sýnt er á YouTube. Siggi játar glaðhlakkalega. Brot er síðan spilað úr upptöku Sigga.

Siggi hakkari hefur í gegnum tíðina verið ítrekað dæmdur fyrir kynferðisbrot og auðgunarbrot. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot á níu piltum og fyrir umfangsmikil fjársvik. Hann var dæmdur árið 2014 í tveggja ára fangelsi fyrir, fundinn sekur um að hafa svikið vörur og pening frá fjölda fyrirtækja og einstaklinga, meðal annars frá Hagkaup, Nýherja, Atlantsolíu, Smáralind og Brimborg. Hann var dæmdur til að endurgreiða um 15 milljónir króna. Stærstan hluta þurfti hann að endurgreiða WikiLeaks, eða um 7 milljónir króna. Sigurður lauk afplánun í júní 2016. Sömuleiðis varð Siggi lykilvitni í máli bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann játaði síðar að frásagnir hans væru ekki allar á rökum reistar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“
„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“
„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Loka auglýsingu