
Ein nýjasta loftárás Ísraela á Gaza reið nú yfir heilsugæslustöð í Gaza-borg sem margir flóttamenn höfðu leitað skjóls í. Að minnsta kosti sex létust og fleiri slösuðust.
„Þeir sögðu mér að mágur minn hefði slasast og sonur hans verið drepinn. Eiginkona hans og dóttir eru á gjörgæslu,“ sagði Umm Waseem, Palestínumaður á flótta sem varð vitni að árásinni.
„Sprengjan féll á herbergið við hliðina á því sem þau voru í. Eins og þið sjáið, þá er þetta skelfilegt, blóð út um allt, limlestar líkamsleifar.“
Annar sjónarvottur, Ahmed Qaddoum, sagði: „Við fórum til vesturhluta Gaza-borgar samkvæmt fyrirmælum ísraelska hersins og fundum skjól í Remal-heilsugæslunni. Hún var full af flóttafólki frá Shujayea og öðrum hverfum. Við vorum sofandi, héldum að þetta væri öruggt, þegar eldflaugar dundu yfir. Við hlupum út og sáum lík, rifna útlimi, konur og börn. Staðurinn var algjörlega í rúst.“
Að minnsta kosti 60.000 Palestínumenn hafa verið drepnir í þjóðarmorði Ísraela frá 7. október til dagsins í dag, þar af yfir 17.000 börn, þó ýmislegt bendi til þess að dánartölurnar séu mun hærri.
Komment