
Séra Yrsa Þórðardóttir er látin en hún var 63 ára gömul. Þjóðkirkjan greinir frá andláti hennar.
Yrsa fæddist í Reykjavík árið 1962 og útskrifaðist úr MR árið 1980. Þremur árum síðar hóf hún nám í guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1987.
Hún var um stutta stund sóknarprestur á Hálsi áður en hún flutti erlendis. Hún varð síðar sóknarprestur í Digraneskirkju þar til ársins 2011 þegar hún flutti aftur erlendis og starfaði hún sem prestur í Frakklandi og Sviss.
Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment