Sett hefur verið á sölu nokkuð skemmtilegt hús í Mosfellsbæ en nú gefst fólki tækifæri á að eignast hús með sundlaug. Óhætt er að segja að það sé ekki færi allra.
Húsið er 238.4m² á stærð en eignin skiptast í tvennt en aukaíbúð er í húsinu. Fjögur svefnherbergi eru til staðar og tvö baðherbergi. Þetta er klárlega virkilega skemmtileg og vel staðsett eign sem býður uppá fjölda möguleika enda sundlaug í garðinum, sem er frekar stór.
Húsið var byggt árið 1974 og er steinsteypt og málað að utan.
149.900.000 króna er verðið sem eigendur hafa sett á húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment