
Kanadísk-bandaríska tónlistarkonan og áhrifavaldurinn Lil Tay (18) vekur nú athygli fyrir að hafa, að eigin sögn, grætt gífurlega á stuttum tíma á OnlyFans, en önnur stjarna sem hefur þénað milljónir á síðunni segist ekki trúa því.
Lil Tay heldur því fram að hún hafi grætt 15 milljónir dollara á tveimur vikum frá því hún hóf að selja efni á OnlyFans. Hún sagðist jafnvel ætla að nota peningana til að velta Sophie Rain (20) úr sessi, en Sophie hefur líka hagnast gríðarlega hratt á síðunni.

Sophie segir hins vegar við TMZ að hún eigi erfitt með að trúa því að Lil Tay hafi náð að græða svo mikið á svo stuttum tíma, enda taki það mánuði að safna slíkum fjárhæðum, og krefjist líka öflugs markaðsteymis.
Hún bætir þó við að hún hafi ekkert á móti Lil Tay og útiloki ekki að hún segi satt, en Lil Tay þurfi að „halda kjafti“ þegar kemur að henni, því Sophie sé orðin þreytt á tilbúnu drama.
Sophie segir að hún hafi alltaf vitað að andstæðingar myndu reyna að gera lítið úr henni eftir að hún varð fræg, og bendir á Lil Tay og Annie Knight sem dæmi. Hún lætur þó slíkt ekki hafa áhrif á sig og svarar aðeins þegar hún er spurð út í dylgjurnar.
Hún útskýrir að hún hafi forðast hættur sem fylgja því að vera á síðunni með því að setja sér skýr mörk, og standi við þau, sama hversu miklu henni er boðið. Það þýðir að hún segi enn skýrt NEI við nekt og kynlífsatriðum.
Komment