
Stefán Einar var eigi hrifinn af málflutningi heilbrigðisráðherra er hún mætti á útvarpsstöðina Bylgjuna í viðtal í þættinum Sprengisandur.
Hann sagði það hreinlega „átakanlegt að hlusta á Ölmu Möller heilbrigðisráðherra á Sprengisandi“ sem var „landlæknir í sex ár, frá 2018-2024 og nú ráðherra.“
Segir orð Ölmu vera froðu.
„Og allt er afsakað og gaslýst með tómri froðu“ og „þegar Kristján Kristjánsson, [stjórnandi þáttarins Sprengisandur, innskot blm] sem gengur ágætlega á hana og spyr hvernig á því standi að ekkert gangi að reisa ný hjúkrunarrými í landinu (síðustu fimm ár fjölgaði þeim aðeins um rúmlega 60), þá segir ráðherrann: "En það er ekki nóg að fjölga bara hjúkrunarrýmum." Auðvitað er það rétt, en biðlistarnir eru gríðarlega langir (500 manns um þessar mundir), og það væri gott fyrsta skref að koma nýjum hjúkrunarrýmum á koppinn.“
Bætir við:
„Meðal annars þeim sem Dagur B. Eggertsson hefur komið í veg fyrir að geti risið (þrátt fyrir samning þar um) í Grafarvogi. Og hvert er helsta svar ráðherrans við vandanum: "Styrkja þarf stjórnsýsluna". Það þarf sumsé bara að fjölga því fólki sem hleypur eftir kaffibolla fyrir ráðherrann og skrifar skýrslur um vandann sem enginn ætlar að leysa.“
Segir að endingu að ekkert muni breytast í heilbrigðiskerfinu þegar svona áberandi og „æpandi getuleysi við stjórnvölinn.
Komment