1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Innlent

Karl er fundinn

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Segir margt benda til þess að komur ferða­manna hafi verið van­taldar

Lands­bankinn segir ýmislegt benda til þess að komur er­lendra ferða­manna hingað til Íslands hafi verið van­taldar og utan­lands­ferðir Ís­lendinga hafi hins vegar verið of­taldar

Ferðamenn á Austurvelli fyrir framan Alþingishús
Fer ferðamönnum fækkandi eða fjölgandi?Landsbankinn er ekki viss og efast um tölurnar frá Ferðmálastofu
Mynd: Víkingur

Lands­bankinn segir ýmislegt benda til þess að komur er­lendra ferða­manna hingað til lands hafi verið van­taldar og að utan­lands­ferðir Ís­lendinga hafi verið of­taldar.

Hagfræðideild Landsbankans segir heildarmyndina á Íslandi vera þá að ferðaþjónusta hafi vaxið fyrstu fimm mánuði ársins.

Hagfræðideild Landsbankans segir líklegt að ferðamenn hafi verið fleiri á fyrri hluta ársins en það sem talning Ferðamálastofu gefur til kynna, eða þá að talningin í fyrra hafi hreinlega verið ofmetin.

Kemur einnig fram að ferðir Íslendinga gætu verið oftaldar, eins og segir í nýrri hagsjá Landsbankans.

Færri ferðamenn hafa sótt Ísland heim það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra, sé tekið mið af tölum Ferðamálastofu, eða 721 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við 750 þúsund á sama tíma í fyrra. En þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist sem og útflutningstekjur af ferðaþjónustu:

„Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um,“ segir í tilkynningu frá hagfræðideild Landsbankans.

Bent er á að við mat á fjölda erlendra ferðamanna er heimsækja Ísland byggir Ferðamálastofa á gögnum Isavia um heildarfarþegafjölda um Keflavíkurflugvöll en einnig á eigin mati á skiptingu farþega eftir þjóðernum, en mat á þjóðerni byggir á úrtakskönnunum sem eru gerðar reglulega yfir mánuðinn.

Landsbankinn segir að þar til nýverið hafi aðferðin reynst vel og tölur um fjölda ferðamanna hafi þróast með svipuðum hætti og aðrir mælikvarðar. Því virst nokkuð réttar en annað virðist vera uppi á teningnum núna.

Segir að umferð um Keflavíkurflugvöll hafi ekki verið meiri frá árinu 2018, og talning vegagerðarinnar sýnir að umferð um þjóðvegi landsins hafi aukist talsvert í öllum landshlutum nema á Suðurlandi á fyrstu mánuðum ársins:

„Í ljósi þess að Íslendingar ferðast til útlanda sem aldrei fyrr er hálfólíklegt að þeir standi einnig fyrir fjölgun gistinótta og aukinni umferð hérlendis. Þessir mælikvarðar eru í takt við aukna erlenda kortaveltu og vöxt í útflutningstekjum samkvæmt þjóðhagsreikningum. Því má telja líklegast að ferðamenn hafi verið fleiri á fyrri hluta ársins en talning Ferðamálastofu gefur til kynna, eða þá að í fyrra hafi þeir verið færri en talningin gaf til kynna.“

Telur hagfræðideildin að ferðir Íslendinga út í hinn stóra heim séu líklega oftaldar.

Tæplega 70 þúsund Íslendingar fóru til útlanda í maí samkvæmt tölum frá Isavia og samkvæmt þeim fjölgaði ferðum Íslendinga í maí um 25 prósent á milli ára. Hafa utanlandsferðir Íslendinga aldrei verið fleiri í maímánuði.

Met var einnig sett í apríl en þá slógu Íslendingar met í fjölda utanlandsferða í einum mánuði. Það sem af er þessu ári hafa utanlandsferðir Íslendinga verið um 29 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra:

„Þótt við teljum ekki ólíklegt að ferðum Íslendinga hafi fjölgað í takt við stóraukna kortaveltu Íslendinga erlendis, kann fjölgunin að vera minni en tölurnar gefa til kynna.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Reykræsta þurfti húsið að sögn lögreglu
Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Peningar

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Gunnar Nelson er einn af eigendum félagsins
Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

Loka auglýsingu