1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

3
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

4
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

5
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

6
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

7
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

8
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

9
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

10
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Til baka

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.“

Alþingi 71. grein
Guðlaugur Þór ÞórðarsonGuðlaugur Þór mætti í viðtal á Rás 2 í morgun.
Mynd: Víkingur

Össur Skarphéðinsson segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór Þórðarson í beinni útsendingu á Rás 2 í morgun.

Össur, sem er annálaður Evrópusambandssinni, segir Guðlaug Þór, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa farið afar illa út úr viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem Helgi Seljan spurði hann meðal annars út í Evrópusambandsaðildarumsóknina sem sett var í skúffu á sínum tíma.

„Guðlaugur Þór rassskelltur í beinni
Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 vegna ítrekaðra staðhæfinga hans um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hafi verið afturkölluð af ríkisstjórnum, sem hann átti sæti í.“ Þannig hefst færsla Össurar sem hann birti á Facebook fyrr í dag en hún hefur vakið þónokkra athygli en yfir 120 manns hefur líkað við hana þegar frétt þessi er skrifuð.

Og Össur heldur áfram:

„Guðlaugur Þór hefur sömuleiðis staðhæft að það hafi komið sér á óvart í heimsókn Úrsúlu von Leyen fyrir skömmu að Evrópusambandið líti svo á að umsóknin hafi aldrei verið kölluð aftur. Hann hefur gengið svo langt að segja að þessari afstöðu ESB hafi verið haldið leyndri fyrir sér og Íslendingum.“

Segir hann að Guðlaugur Þór hafi soðið upp nýlega samsæriskenningu um heimsókn Ursulu til Íslands á dögunum.

„Út úr þessu sauð hann nýlega þá samsæriskenningu að heimsókn Úrsúlu hafi verið úthugsað plott af hálfu hennar, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar til að skapa farveg fyrir hraðferð Íslands í ESB í krafti þess að umsóknin frá 2009 sé formlega í gildi. Í öllum þessum efnum talar Guðlaugur Þór gegn betri vitund.“

Össur, sem er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið, segir að málflutningur Guðlaugs Þórs hafi verið „skrældur í tætlur eins og hýði“ í viðtalinu:

„Það kom skýrt í ljós Í viðtalinu í morgun þar sem málflutningur hans var bókstaflega skrældur í tætlur einsog hýði af gamalli kartöflu og ráðherrann rassskelltur með niðurstöðum skýrslu sem hann lét sjálfur skrifa árið 2018.
Meginniðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli að umsókn Íslands um aðild að ESB hafi aldrei verið afturkölluð. Um þetta er komist fast að orði en einn kaflinn heitir beinlínis: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið.“ Þarmeð er það í gadda slegið og þarf ekki frekari umræðu.“

Segir Össur að í skýrslunni komi fram að ESB hafi komið því skýrt og greinilega á framfæri að aðeins hafi verið gert hlé á umsókn að sambandinu.

„Skýrslan segir líka að ESB hafi rækilega komið því á framfæri í svari við hinu fræga kjánabréfi Gunnars Braga að í því fælist ekki formleg afturköllun, enda talað þar um „hlé“ en hvorki afturköllun né stöðvun umsóknar. Þessum niðurstöðum reynds sendiherra, sem fenginn var til að skrifa skýrsluna, stakk ráðherrann undir stól og lét engan vita. Skýrslan staðfestir hins vegar að skilningur ESB lá fyrir frá upphafi kjánabréfsins.“

Össur var þvert á móti hættur að pönkast á Guðlaugi Þór, sem hann segir hafa minni á við fíl en beri nú við minnisleysi.

„Varnir ráðherrans í morgunútvarpinu gegn upplýsingum úr hans eigin skýrslu voru í senn dæmalausar og sérlega ótrúverðugar. Guðlaugur Þór, sem þekktur er fyrir minni fílsins, bar nú við minnisleysi og sagðist ekkert muna eftir skýrslunni, og alls ekki eftir formálanum þar sem hann staðfesti þó skýrsluna með formlegri undirskrift sinni. Orð hans var ekki hægt að skilja öðru vísi en svo að vammi firrtir forystumenn ráðuneytisins hefðu tekið undirskrift hans ófrjálsri hendi – og í reynd skellt henni undir án þess að spyrja hann!
Kommon, Guðlaugur Þór hefur aldrei verið tuskudúkka embættismanna einsog sumir ráðherrar heldur einn af umsvifamestu stjórnmálamönnum um langa hríð. Er það trúverðugt að hann hafi verið slík léttavigt í sínu eigin ráðuneyti að embættismenn þar hafi valsað um með undirskrift hans, og sett án leyfis undir lokadrög texta sem birta átti í hans eigin nafni? Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers
Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael
Innlent

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands
Innlent

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.“
Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Loka auglýsingu