
Þorgerður Katrín GunnarsdóttirUtanríkisráðherra er tilbúin í umræðu um evruna
Mynd: Víkingur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar orðum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar um evruna.
Í nýlegri Facebook-færslu segir Þorgerður Katrín það „ánægjulegt“ að sjá „þungavigtarfólk“ úr þingflokki Samfylkingarinnar tala „hátt og skýrt“ um evruna.
Vitnar hún síðan í orð Dags B. Eggertssonar:
„Upptaka evru ætti að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segja sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk er varla spurt.“
Að lokum segist ráðherrann vera tilbúin í samtal um evruna.
„Við erum klár í samtal um Evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment