
Blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson gagnrýnir Reykjavíkurborg í nýjum pistli sem hann birtir á Facebook.
Með pistlinum deilir Stefán frétt þar sem er sagt frá því að borgin hafi dregið fána Palestínu að húni fyrir utan ráðhús Reykjavíkur. Er það gert til að sýna samstöðu með Palestínubúum. Segir blaðamaðurinn að þetta sé fáni ríkis sem lýtur stjórn hryðjuverkasamtaka og hóps manna sem hafa það að markmiði að láta óvini sína drepa sem flesta af þeirra eigin þjóð. Þá beinir hann orðum sínum sérstaklega að Alexöndru Briem borgarfulltrúa.

„Þarna sést meðal annarra Alexandea Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur,“ skrifar Stefán en Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, hefur sagt að slíkt sé röng orðanotkun og ýti undir fordóma.
„Þeir myrða það fólk köldu blóði. Einnig samkynhneigða og jafnvel konur sem grunaðar eru um framhjálhald eða lauslæti. Óvinaþjóðin sem hún hatar eru Ísraelar. Í Tel Aviv er eitt frjálslyndasta og stórkostlegasta lýðræðissamfélag sem heimurinn hefur kynnst. Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi!“ heldur Stefán Einar áfram sem spyr að lokum hversu heimskt fólk geti verið.
Kvikmyndagerðarkonan Margrét Hrafnsdóttir er ekki sátt með ummæli Stefáns um Alexöndru og lætur hann vita af því í athugasemd. „Stefán Einar Stefánsson minn, sem móðir ungrar transkonu sárnaði mér tal þitt,“ skrifaði hún.
Blaðamanninum tók það ekki til sín og sagði henni að opna augun.
Komment