1
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

2
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

3
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

4
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

5
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

6
Innlent

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

7
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

8
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

9
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

10
Skoðun

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Til baka

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

Stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson óttast valdarán minnihlutans á Alþingi

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur
Haukur ArnþórssonStjórnsýslufræðingurinn gagnrýnir minnihlutann á Alþingi harðlega.
Mynd: Lifðu núna

Stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson er á því að við Íslendingar séum staddir inni í miðri „valdaránstilraun“ rétt eins og slík „tilraun getur gengið fyrir sig hér á landi“ segir Haukur og nefnir að „við höfum séð Alþingi smám saman – undir forystu minnihlutans, leiðast inn í aðstæður þar sem hann getur tekið völdin af lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum.“

Haukur er ekki sáttur með hvernig minnihlutinn á þingi hefur hagað sér og haldið uppi málþófi vikum saman sem enn sér ekki fyrir endann á.

„Við erum komin miðja leið – það er hægt að snúa við, en það er líka hægt að halda áfram og hrekja ríkisstjórnina alveg frá völdum“ segir Haukur og telur að „um leið og hún missir takið kemur upp óeining og ásakanir innan hennar og þá mun hún falla.“

Haukur telur ekki að minnihlutinn á þingi sé að „koma sér í valdaránsaðstöðu fyrir tilviljun. Ég held ekki heldur að fundarstöðvun Hildar Sverrisdóttur séu byrjendaafglöp.“

Stjórnarandstaðan á þingi hefur nú slegið Íslandsmet í umræðulengd í veiðigjaldsmálinu og vill Haukur meina að „allt atferli minnihlutans á Alþingi miðar að einu marki og minnihlutinn gengur í takt. Eitt styður annað og Jens Garðar [Helgason] talar eins og brennuvargarnir við Biedermann og segir frá því hvað standi til.“

„Tómarúm geta valdaræningjar tekið yfir“
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur

Hann segir deginum ljósara að „þótt hægrið hafi tapað í lýðræðislegum kosningum þá er það komið til að taka völdin“ og fullyrðir Haukur að með þessu sé verið að reyna að „koma í veg fyrir að réttkjörin stjórnvöld geti beitt sér. Það er þetta – að missa takið. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld þurfa að stjórna, þau þurfa að taka valdið í sínar hendur. Geri þau það ekki myndast tómarúm – eins og góður þjóðfélagsfræðingur benti mér á í dag – og það tómarúm geta valdaræningjar tekið yfir. Það er nákvæmlega að gerast.“

Haukur hefur áður tjáð sig um ástand mála á þingi og hefur farið fram og til baka:

„Ég skrifaði hér á Facebook framan af að meirihlutinn ætti að halda kúlinu og ekki að beita 71. greininni – en skipti svo um skoðun og sagði frá því að hann ætti að beita henni og láta alla sjá hver situr við völd.“

Að lokum segir Haukur að „atferli minnihlutans var þá augljóslega ekki lengur hörð stjórnarandstaða – hún var orðin inngangur að valdaráni.“

Aðrir hafa tekið grynnra í árinni. Þannig segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður, formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, að „fráleitt“ sé að kalla málþófið og slit Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi að kvöldi, „valdarán“.

„Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, heldur því fram með ágætis rökum, langsóttum þó, að stjórnarandstaðan sé með málþófi sínu að ræna ríkisstjórnina völdum. Ég er líka efins um það, og þau rök halda alls ekki gagnvart þessu einstaka tilviki. Sú skoðun mín byggir á því að ríkisstjórnin, og meirihluti hennar á Alþingi hefur í þingskaparlögum tæki til að skera á hnútinn ef henni sýnist svo,“ sagði Össur í gærkvöldi.

Daginn eftir beitti meirihlutinn á Alþingi tækinu sem þarf til að stöðva umræðuna, 71. grein þingskaparlaga sem þvingar fram atkvæðagreiðslu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Einar Sveinbjörnsson
Innlent

Segir að það verði „sturlun í veðrinu í næstu viku“

Maí var yndislegur, júni öllu grárri og júlí hefur ekki staðið undir væntingum, en það gæti breyst til hins betra í næstu viku að mati veðurfræðings
Guðlaugur Þór
Pólitík

„Dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga“

Davíð Már er kennari
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Halla Þorvaldsdóttir
Innlent

Bið eftir geislameðferðum við „krabbameinum er komin langt úr hófi fram“

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra
Innlent

Heilbrigðisráðherra telur að hægt sé að „einfalda núverandi þjónustukerfi“

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Stefán Einar og Sara Lind
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Kristrún Frostadóttir Guðrún Hafsteinsdóttir
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

Norræna
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

palmsugar
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

Skólabraut 10 Bjarg vistheimili
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

Innlent

Einar Sveinbjörnsson
Innlent

Segir að það verði „sturlun í veðrinu í næstu viku“

Maí var yndislegur, júni öllu grárri og júlí hefur ekki staðið undir væntingum, en það gæti breyst til hins betra í næstu viku að mati veðurfræðings
Norræna
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

Halla Þorvaldsdóttir
Innlent

Bið eftir geislameðferðum við „krabbameinum er komin langt úr hófi fram“

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra
Innlent

Heilbrigðisráðherra telur að hægt sé að „einfalda núverandi þjónustukerfi“

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur
Innlent

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

Loka auglýsingu