
„Síðast þegar þessi maður talaði um yfirvofandi hryðjuverk leiddi það til sneypufarar í dómskerfinu gegn tveimur strákum sem voru að gaspra eins og kjánar sín á milli. Það helsta sem varð eiginlega fréttnæmt í því máli var að faðir Ríkislögreglustjórans reyndist einn umsvifamesti vopnasali landsins.” Þannig hefst skrif Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks, sem hann birti á Facebook, við skjáskot af frétt RÚV um hótanir um yfirvofandi hryðjuverkaárás í Reykjavík.
Kristinn er ekki par hrifinn af því að lögreglan sé að koma með þessar upplýsingar í fréttirnar. Hann heldur áfram:
„Nú er sagt frá því að í fyrra hafi borist einhverjir innistæðulausir póstar frá útlöndum um yfirvofandi hryðuverk ,,hótunin kom frá Rúmeníu, var með rússneskan uppruna og ekki metin trúverðug.”
Og hvað?
Ég stóð í þeirri meiningu að hlutverk lögreglu væri að efla öryggistilfinningu meðal almennings. Hvenær varð það hlutverk lögreglu að ýfa upp ótta og óöryggi hjá þjóðinni, algerlega að ástæðulausu?”
Komment