1
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

2
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

3
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

4
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

5
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

6
Heimur

Danir banna dróna

7
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

8
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

9
Grein

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Til baka

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Utanríkisráðherra kallaði eftir því að þjóðir heims tækju höndum saman

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherraÍ ræðustóli allsherjarþingsins
Mynd: Utanríksráðuneytið

Í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eftir því að þjóðir heims tækju höndum saman í þeim tilgangi að endurvekja þann anda og leiða til öndvegis á ný þær hugsjónir er leiddu til stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir áttatíu árum síðan í borginni San Francisco í Bandaríkjunum.

Sagði Þorgerður Katrín að mannkynið skuldaði komandi kynslóðum að berja í bresti alþjóðasamvinnu og alþjóðastofnana sem nú væru áberandi.

Hún færði í tal að virðing fyrir alþjóðalögum sem og trú á frelsi og friðsamlegar úrlausnir deilumála hefðu undanfarin áttatíu ár tryggt venjulegu fólki meiri velsæld og betra líf en annars hefði verið og brýnt væri að feta þann stíg á ný.

Hún gerði einnig bakslag í virðingu fyrir mannréttindum og alþjóðalögum að sérstöku umtalsefni og sagði að „sumir virtust jafnvel gera sér sérstakt far um að grafa undan grundvallarþáttum alþjóðakerfisins“ og að ein afleiðing þessa væri „dvínandi traust almennings og tiltrú á þeim leikreglum sem ríki heims urðu ásátt um fyrir áttatíu árum.“ Og að mati Þorgarðar Katrínar er þessi þróun afar hættuleg:

„Veröld þar sem engar reglur gilda er veröld þar sem hinir sterku þvinga fram vilja sinn og hinir veikari verða undir.”

Sagði einnig að „hinum sterku kann að hugnast slík heimssýn“ og að „góðar vísbendingar eru um að svo sé. Það er hins vegar ekki veröld sem við getum eða ættum að sætta okkur við.”

Rússland vill alls ekki frið

Utanríkisráðherra gerði ólöglegt innrásarstríð Rússlands í Úkraínu og stöðuna í Mið-Austurlöndum að sérstöku umtalsefni.

Hún sagði að framganga Rússlands í Úkraínu væri skýrt brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna; sýnu verri væri þessi framganga í ljósi þess að árásaraðilinn, Rússland, ætti fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Viðleitni Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna til að tryggja réttlátan og langvarandi frið hefði ekki skilað nægilegum árangri; enda sýndi sig að Rússland hefði engan áhuga á slíku, heldur þvert á móti hefðu þarlend stjórnvöld gefið í, magnað árásir sínar á óbreytta borgara og lykilinnviði Úkraínu, og staðið fyrir ögrandi aðgerðum yfir Eistlandi, Póllandi og Rúmeníu. og af því hlytu allar þjóðir að hafa áhyggjur:

„Tölum skýrt: Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð. Það stigmagnar bara aðgerðir sínar, skapar skelfingu, rænir börnum af heimilum sínum. Tugþúsund úkraínsk börn hafa verið numin á brott, sem er svívirðilegur glæpur, árás á framtíð Úkraínu,” sagði utanríkisráðherra og bætti þessu við:

„Almenningi í Úkraínu heiti ég þessu: Ísland stendur með ykkur – ekki aðeins í þágu samstöðu heldur vegna þess að þið eruð í framlínu varnarbaráttunnar fyrir alþjóðaregluverki þar sem virðing fyrir lögum hefur betur gegn hnefarétti. Þið verðið að fá að njóta sanngjarns og varanlegs friðar.”

Eitt barn drepið af Ísraelsmönnum á hverri klukkustund

Þorgerður Katrín sagði það afar mikilvægt að tala af sömu hreinskilni um ástandið á Gaza og í Úkraínu og við öllum blasi það að þar séu framdir glæpir gegn mannkyni sem og stríðsglæpir; ekkert annað en kerfisbundnar þjóðernishreinsanir:

„Þessu verður að linna. Við þurfum vopnahlé samstundis, fullt aðgengi fyrir mannúðaraðstoð og að gíslum sé sleppt án skilyrða. Við þurfum frið til handa öllu saklausu fólki.“

Hún áréttaði að Íslandi hefði fordæmt hryllilega hryðjuverkaárás á Ísrael 7. október 2023 og fyrir þeirri grimmd er þar birtist væri engin réttlæting; né væri gíslataka nokkurn tímann réttmæt. En ekkert – alls ekki neitt – gæti réttlætt að refsa í staðinn milljónum saklausra Palestínumanna með því að „framkalla hungursneyð, standa fyrir linnulausu sprengjuregni og nauðarflutningi endurspeglaði grimmd, væri ómannúðlegt og ólöglegt“ og sagði Þorgerður Katrín að hrikalegt væri til þess að hugsa að á Gaza væri að minnsta kosti eitt barn drepið á hverri klukkustund.

Utanríkisráðherra gerði tveggja ríkja lausnina að umtalsefni, en sú leið er ennþá talin geta tryggt varanlegan frið í Mið-Austurlöndum. Sagði Þorgerður Katrín að margir efuðust um að þessi leið væri enn raunhæf; en að ef við snerum algjörlega baki við henni væri verið að gefa alla von upp á bátinn um frið og stöðugleika. Sagði hún einnig að „öfgafólk og öfl sem vilji skemma fyrir sé að finna bæði í röðum Palestínumanna og Ísraela“ og að viðkomandi hefðu lengið staðið í vegi friðar:

„Hamas á ekki að eiga neinn hlut í framtíðarskipan mála í Palestínu. Að sama skapi eru leiðtogar Ísraels, sem kalla eftir innlimun [svæða Palestínumanna] eða brottrekstri Palestínumanna, ekki að verja öryggi Ísraels. Þeir eru að hvetja til brota á alþjóðalögum. Og við ætlum að nota viðeigandi hugtök um slíka framgöngu: hún er hatursfull, ólögleg og bein fyrirstaða friðar.”

Vill að næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verði kona

Þorgerður Katrín sagði vísbendingar vera víða um að það molni undan alþjóðakerfinu; menn leiddu hjá sér úrskurði Alþjóðadómstólsins og ráðist væri beint gegn Alþjóðasakamáladómstólnum. Á tíma þegar meiri þörf væri á því að ábyrgðarskyldu væri fylgt, ekki minni, væri verið að grafa skipulega undan slíkri viðleitni. Það ylli vonbrigðum að sjá jafnvel vini taka þátt í slíku:

„Þessi þróun er sérstakt áhyggjuefni fyrir lítil ríki, eins og mitt eigið, hvers tilvist byggir hreinilega á því að til staðar sé kerfi alþjóðalaga og skuldbindinga, sem borin er virðing fyrir. Þegar hinir sterku kasta fyrir róða öllum leikreglum steðjar hætta að öllum þjóðum,” sagði hún.

Að mati utanríkisráðherra hafa alþjóðleg risafyrirtæki áhrif yfir landamæri ríkja, móti heilu hagkerfin og tækjanoktun og daglegt líf fólks án þess að í raun axla á því nokkra ábyrgð. Hún sagði að þessi „nýi heimur sé áður óþekkt áskorun fyrir mannkyn“ og kalli á að brugðist sé við. Einnig sagði Þorgerður Katrín Íslendinga stolta af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum heima fyrir, en a' verk væri enn að vinna, á Íslandi eins og annars staðar. Hún nefndi að ríkisstjórn Íslands, sem lyti forystu þriggja kvenna, væri staðráðin í að feta þann stíg fram veginn.

Og utanríksráðherra sagði líka í ávarpi sínu að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem senn þarf að velja nýjan framkvæmdastjóra þegar kjörtímabili Antonio Guterres lýkur, væri komin tími til að kona veldist í forystu stofnunarinnar. Ráðherra sagði það sorglegt að fylgjast með því hvernig víða hefði verið blásið til herferðar haturs gegn jaðarhópum eins og hinsegin fólki:

„Tölum afdráttarlaust: konur eru ekki vandamálið. Hinsegin fólk er ekki vandamálið. Minnihlutahópar eru ekki vandamálið. Vandamálið liggur hjá þeim sem stuðla viljandi að sundrungu og ótta.”

Að mati hennar þá stafar „lýðræðinu sjálfu ógn af þessari þróun“ og að einmitt þessvegna muni Ísland, sem aðildarríki mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, tala áfram skýrt og skorinort og segja:

„Jafnrétti er ekki umsemjanlegt. Það er ekki hægt að semja um það hvort sérhver manneskja njóti virðingar” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Danir banna dróna
Heimur

Danir banna dróna

Drónabann verður í gildi í Danmörku frá morgundeginum til föstudags en þetta er gert til að tryggja öryggi á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn verður í Kaupmannahöfn
„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Loka auglýsingu