1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

9
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

10
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Til baka

Rudy Giuliani slasaðist alvarlega í umferðarslysi

Hafði stoppað bílinn til að aðstoða konu í neyð

Rudy
Rudy GiulianiBorgarstjórinn fyrrverandi er að jafna sig á spítala
Mynd: MICHAEL M. SANTIAGO / Getty Images via AFP

Fyrrverandi borgarstjóri New York, Rudy Giuliani, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í bílslysi í New Hampshire 20. ágúst. Samkvæmt fréttum var ekið aftan á hann á hraðbraut eftir að hann hafði stöðvað til að aðstoða konu sem var fórnarlamb heimilisofbeldis.

„Áður en slysið átti sér stað veifaði kona, sem var þolandi heimilisofbeldis, á eftir honum,“ skrifaði Michael Ragusa, yfirmaður öryggismála Giuliani, í yfirlýsingu sem hann birti á Instagram 31. ágúst. „Borgarstjórinn brást samstundis við, veitti aðstoð og hringdi í 112.“

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að Giuliani hafi beðið á vettvangi þar til lögregla mætti til að tryggja öryggi konunnar. „Í kjölfarið, þegar hann hélt áfram ferð sinni á hraðbrautinni, var ekið aftan á bifreið hans á miklum hraða.“

Giuliani, sem er 81 árs, var fluttur á nálæga áverkamiðstöð og greindist þar með brot á brjósthrygg, fjölmörg skurð- og höggáverka auk meiðsla á vinstri handlegg og neðri útlim.

„Strax var haft samband við viðskiptafélaga hans og lækni sem komu undireins á sjúkrahúsið til að fylgjast með meðferð hans,“ sagði Ragusa. „Að svo stöddu eru engar frekari fréttir tiltækar.“

Í færslunni bætti Ragusa við að Giuliani, sem á börnin Andrew (38) og Caroline (35) með fyrrverandi eiginkonu sinni, Donnu Hanover, væri í góðu skapi þrátt fyrir meiðslin. „Hann hlaut alvarlega áverka en er við góða líðan og jafnar sig afar vel. Við þökkum öllum fyrir áframhaldandi bænir og stuðning.“

Í sérstakri færslu á X (fyrrum Twitter) tók Ragusa fram að um að slys væri að ræða en ekki ræða markvissan árás og hvatti fólk til að „forðast að dreifa órökstuddum samsæriskenningum.“

Í samtali við New York Post sagði Ragusa að Giuliani – sem hlaut viðurnefnið „borgarstjóri Bandaríkjanna“ fyrir leiðtogahlutverk sitt í New York eftir hryðjuverkin 11. september 2001, muni líklega dvelja á sjúkrahúsi í tvo til þrjá daga til viðbótar. Að því loknu þurfi hann að nota spelku vegna brotsins á hryggnum.

„Borgarstjórinn er í frábæru skapi,“ sagði Ragusa. „Hann er sannkallaður harðjaxl – hann lifði af 11. september.“

Sonur hans, Andrew Giuliani, tjáði sig einnig á X og þakkaði fyrir allar hlýjar kveðjur sem fjölskyldan hefur fengið eftir slysið. „Takk til allra sem hafa haft samband eftir að fréttir bárust af föður mínum,“ skrifaði hann. „Bænir ykkar þýða allt fyrir okkur. Sem sonur get ég sagt að það er mér heiður að eiga pabba sem er harðasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst!“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu
Heimur

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Loka auglýsingu