
Skýjað og skúrir á köflumSkiljið sólhattana eftir í skápnum.
Hlýtt verður norðaustantil á landinu í dag, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Annars staðar á landinu verða skúrir á köflum.
Veðurstofan spáir suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og rigningu en skýjað með köflum austanlands. Í kvöld veður súld eða dálítil rigning suðaustantil og norðaustlægari áttir.
Á morgun er spáð þokumóð eða súld og hægviðri en norðaustantil verða fimm til tíu metrar á sekúndu. Seinnipartinn verður rigning suðaustantil.
Hiti verður á bilinu 11 til 27 stig, hlýjast norðaustantil.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment