Eric Nguyen og Thanh Dan Nguyen hafa verið dæmd í 15 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.
Þau voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 19. júlí 2025, staðið að innflutningi á samtals 38.420 grömm af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin fluttu ákærðu til Íslands sem farþegar með flugi, falin í farangurstöskum ákærðu.
Þau játuðu brot sín en þau hafa aldrei verið dæmd fyrir lögbrot á Ísland en dómurinn telur að þau séu burðardýr. „Þótt ákærðu hafi gegnt hlutverki burðardýra er ljóst að innflutningur fíkniefnanna í sölu- og hagnaðarskyni gat ekki orðið að veruleika án þátttöku þeirra í brotastarfseminni,“ stendur í dómnum.
Dómur þeirra beggja var óskilorðsbundinn en til frádráttar þeirri refsingu komi gæsluvarðhald þeirra frá 19. júlí 2025. Þá þurfa þau að borga þóknun lögmanna sinna.
Komment