
Karlmaður á sextugsaldri búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm mánaða fangelsi.
Reykvíkingurinn var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, fimmtudaginn 18. júlí 2024 haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni, 52 kannabisplöntur, 1.024,51 grömm af maríhúana og 770 grömm af kannabislaufum og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur, sem lögreglumenn fundu við leit í niðurgröfnum kjallara í húsnæðinu.
Maðurinn játaði brot sitt en hann hafði ekki brotið af sér áður.
„Til þyngingar horfir einbeittur brotavilji ákærða, en ákærði hafði grafið út sérútbúið rými til ræktunar á fíkniefnum undir íbúðarhúsnæði sínu, sem einungis var aðgengilegt í gegnum hlera í gólfi sem falinn var undir skúffum í eldhúsinnréttingu hússins. Þá hafði ákærði komið sér upp margvíslegum búnaði til framleiðslu og sölu fíkniefnanna, eins og greinir í upptökukröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómnum.
Dómur mannsins er skilorðsbundinn til þriggja ára.
Komment