Reykvíkingur á fimmtugsaldri var nýverið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur, meðal annars fyrir brot á vopnalögum.
Hann var ákærður fyrir umferðarlagabrot og skjalafals með því að hafa, fimmtudaginn 6. febrúar 2025, ekið bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna um Borgartún í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og í blekkingarskyni framvísað fölsuðu ökuskírteini.
Sömuleiðis var hann ákærður fyrir umferðar- og vopnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 8. febrúar 2025, ekið bíl án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna um Sæbraut, við Klettagarða, í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og á sama tíma haft í vörslum sínum piparúða sem lögregla fann við leit í bifreið ákærða.
Maðurinn játaði brot sitt en sakaferill hans hafði ekki þýðingu við ákvörðun refsingar.
Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi, sviptur ökurétti í tvö ár og þrjá mánuði og þarf að greiða 530.000 króna sekt innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms eða fara í fangelsi í 28 daga.
 
                    
 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment