1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Karl er fundinn

5
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Fangar ánægðir með Jóa Fel

9
Landið

Lagt hald á sex kíló af kókaíni

10
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Til baka

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

„Ég hef alltaf sagt að rétt sé að birta þessi skjöl og treysta bandarísku þjóðinni“

Chuck Schumer
Chuck SchumerSchumer ræðir við fjölmiðla eftir atkvæðagreiðsluna
Mynd: KENT NISHIMURA / Getty Images via AFP

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu naumlega á miðvikudag óvænta tilraun Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, til að knýja fram atkvæðagreiðslu um að láta Trump-stjórnina birta skjöl sín um dæmda kynferðisbrotamanninn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Breytingartillagan, sem Schumer lagði fram, krafðist þess að dómsmálaráðuneytið birti öll Epstein-skjöl innan 30 daga, að því er fram kemur í frétt Reuters. Tillagan hefði getað þröngvað Repúblikana í öldungadeild til að takast á við mál sem hefur lengi elt Donald Trump forseta og skyggt á störf fulltrúadeildarinnar síðustu vikur.

Tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Harðlínu-Repúblikanarnir Josh Hawley og Rand Paul gengu þá til liðs við Demókrata sem vildu vísa tillögunni til umræðu. Repúblikanar hafa 53-47 meirihluta í öldungadeildinni.

„Ég hef alltaf sagt að rétt sé að birta þessi skjöl og treysta bandarísku þjóðinni,“ sagði Hawley, Repúblikani frá Missouri, við blaðamenn. „Þetta hefur alltaf verið mín afstaða.“

Mál Epstein, sem sagður er hafa svipt sig lífi í fangelsi árið 2019, hefur verið uppspretta margvíslegra samsæriskenninga hægri manna, sem og vinstri og reynst Trump pólitískt vandamál en Trump var eitt sinn vinur barnaníðingsins.

Eftir að hafa lengi gefið í skyn að Epstein-skjölin gætu innihaldið skaðlegar upplýsingar, sneri Trump við blaðinu eftir að hann sneri aftur í Hvíta húsið í janúar. Hann hefur leitast við að mála málið sem „blekkingu undir forystu Demókrata,“ með dyggum stuðningi þingflokksforystu Repúblikana sem vilja hafa stjórn á því hvað er birt.

Í þessari viku birtu Demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar, sem rannsakar Epstein-málið, afmæliskveðju sem Trump á að hafa skrifað Epstein fyrir rúmum 20 árum. Hvíta húsið neitaði að bréfið væri ekta og Trump sagði að undirskriftin væri ekki hans.

„Það hefur verið svo mikið af lygum, leynd og þöggun. Bandaríska þjóðin þarf að sjá allt sem er í Epstein-skjölunum, og breytingartillaga mín myndi gera það mögulegt,“ sagði Schumer við blaðamenn eftir að hafa reynt að bæta tillögunni við víðtæka varnarmálastefnu sem nú er til umræðu í þinginu.

John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem hefur hingað til forðast að tala um Epstein, sagði aðgerðir Schumers vera „fjandsamlega athöfn“ og benti á að óvenjulegt væri að minnihlutaleiðtogi gripi til slíkra aðferða.

„Þetta er pólitískt upphlaup. Þetta er ekki venja hér,“ sagði Thune, Repúblikani frá Suður-Dakóta.

Breytingartillagan var samhljóða ályktun sem lögð hefur verið fram í fulltrúadeildinni af Thomas Massie, Repúblikana, og Ro Khanna, Demókrata, sem reyna nú að knýja fram atkvæðagreiðslu þar. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur hvatt Repúblikanafylkinguna sína til að styðja ekki tillöguna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Fer fram tvo daga í nóvember
Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti
Myndband
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Hópurinn reyndi að eitra fyrir Navalny í tvígang 2020
Segir viðurkenning Breta á Palestínu hylmingu yfir meðábyrgð í þjóðarmorði
Heimur

Segir viðurkenning Breta á Palestínu hylmingu yfir meðábyrgð í þjóðarmorði

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu
Heimur

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu

Loka auglýsingu