
Stuðningsmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eru sagðir vera ævareiðir út í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins, eftir að formaðurinn nefndi Áslaugu sérstaklega sem mögulegan oddvita flokksins í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum í hlaðvarpsþættinum Sjókastið.
Áslaug er sögð ekki hafa neinn einasta áhuga slíku í dag enda sé mikil áhætta fólgin í því að taka slíkt verkefni en flokkurinn hefur ekki átt borgarstjóra frá árinu 2010 og alls ekki öruggt að það gerist í vor.
Takist Áslaugu ekki að ná borgarstjóraembættinu getur hún gleymt því að komast aftur til áhrifa innan flokksins en hún er aðeins 34 ára gömul.
Takist henni hins vegar að verða borgarstjóri getur Guðrún hins vegar eignað sér heiðurinn að einhverju leyti, verandi formaðurinn sem hvatti Áslaugu til dáða og gróf stríðsöxina, og það sé vissulega jákvætt fyrir flokkinn í heild sinni að stýra Reykjavík.
Sama hvað myndi Guðrún græða á niðurstöðunni ...
Komment