1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Rándýr lífsstíll og gjaldþrot hjá Gumma kíró

Áhrifavaldur sem dáir dýra merkjavöru í þrot með félag. Stjórnarmenn breyttu um nafn fyrir þrotið.

Gummi-kiro-1 Gummi Kíró París apríl 2025
Gummi Kíró og Lína BirgittaEngar eignir voru í þrotabúi félagsins hans en aðrir töldu sig tapa 34,5 milljónum króna. Gummi og Lína Birgitta, unnusta hans, voru í stjórn félagasins.
Mynd: Instagram / Gummi Kíró

Gummi Kíró, eða Guðmundur Birkir Pálmason, sem þekktur fyrir áhuga sinn og kaup á dýrri merkjavöru, skilur eftir sig 34,5 milljóna króna skuldir við gjaldþrot félags hans.

Gummi beitti þeirri aðferð að breyta nafni félagsins áður en það fór í gjaldþrot. Tilkynning um breytinguna fór í gegn 1. október síðastliðinn. Áður hét það Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf. en nýtt nafn var minna gagnsætt: GBN-2024 ehf. Undir tilkynninguna rituðu Gummi og unnusta hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur, sem var varamaður í stjórn félagsins.

Sjá einnig: Gummi Kíró útskýrir gjaldþrotið: „Það má segja að þetta hafi byrjað í Covid“

Rúmum mánuði eftir nafnabreytinguna í vetur var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hafði ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2023.

Náði ekki að greiða skatt

Gummi hefur rekið fyrirtækið, sem er á sviði hnykklækninga, undanfarin ár og kynnt það vel. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu, eins og Vísir benti á í morgun, að gerðar hefðu verið 34,5 milljón króna kröfur í þrotabúið. Sjálfur greindi hann frá því að hann hefði sameinast annarri kírópraktorstöð.

Síðasta haust gerði hann upp gjaldþrotið í viðtali við Smartlandið á mbl.is og sagðist ekki hafa náð að greiða allan skatt af starfseminni. „Það má segja að þetta hafi byrjað í covid þar sem röð mis­staka gerði það að verk­um að það [söfnuðust] upp skuld­ir hjá fé­lag­inu. Fyr­ir­tæki fengu þann mögu­leika á að frysta greiðslur til skatts­ins eða staðgreiðslu vegna launa greiðsla sem og við nýtt­um okk­ur á sín­um tíma. Laun hjá fyr­ir­tæk­inu voru há og skuld­in hækkaði hratt. Ég náði að lækka heild­ar­skuld­ir heil­mikið niður en síðasti hjall­inn var skatt­ur­inn og á end­an­um náði ég ekki að semja við hann,“ játaði hann.

Flíkar dýrum merkjum

Gummi hefur vakið athygli síðustu ár fyrir frásagnir hans af afar dýrum smekk. Hann komst í fréttirnar fyrir þremur árum þegar hann keypti bíl sem upprunalega kostaði 13 milljónir króna, með einkanúmerið KÍRÓ, eins og kom fram í umfjöllun Smartlandsins á þeim tíma. Þetta var árið 2022, eða eftir að fjárhagserfiðleikar félagsins hans hófust. Engu að síður var bifreiðin skráð á félagið, Kírópraktorstöð Reykjavíkur.

Árið 2022 lýsti Gummi rándýrum fatasmekk sínum í viðtali við Stöð 2. Þar kom fram að uppáhaldsmerki hans væru Celine, Balenciaga og Balmain. Í gegnum tíðina hafi hann einnig verið hrifinn af Gucci og Louis Vuitton. Hann sýndi í viðtalinu nýja peysu frá Celine sem kostaði 120 þúsund krónur.

Þá lýsti hann því hvernig verslunarstjóri Gucci náði við hann góðum tengslum.

„Mér finnst skemmtilegast að versla í París. En Stokkhólmur er líka æðislegur staður til að versla. Ég bjó þar á sínum tíma og það er gaman að segja frá því að þegar ég geng inn í Gucci búðina þá kemur sá sem sér um búðina alltaf til mín og gefur mér kampavín og kaffi og við spjöllum mjög mikið og það er mjög skemmtilegt,“ sagði hann.

„Svarta beltið í að versla“

Gummi kíró instagram París
Verslar í ParísÍ síðustu viku birti Gummi Kíró mynd af sér með innkaupapoka í París undir laginu „Monní“.
Mynd: Instagram / Gummi Kíró

Þrátt fyrir gjaldþrotið og að ekki hafi tekist að greiða kröfuhöfum heldur Gummi áfram að versla. Í síðustu viku birti hann mynd af sér með innkaupapoka í París, klæddur í peysu frá Celine, með textanum: „Svarta beltið í því að versla“.

Þá birtir hann af sér myndir í Róm fyrr í vetur, auk þess að birta kynningar á ýmsum vörum.

Gummi Kíró segist hafa sameinast Líf Kíró ehf. Það er hins vegar að 100% í eigu Vignis Þórs Bollasonar kírópraktors. Hann var í fréttunum í fyrra þegar eiginkona hans, hjúkrunarfræðineminn og fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, sagðist hafa eytt 8-9 milljónum króna í brúðkaup þeirra hjóna og að hún sæi ekki eftir því. Brúðkaupið var haldið í veislusal Sjálands í Garðabæ, en þar varð annað en ótengd gjaldþrott upp á 780 milljónir króna sem leiddi nýlega af sér ákæru um skattsvik eiganda þess.

Sjá einnig: Gummi kíró notar frekar Tom Ford sólgleraugu en Moxen Eyewe­ar – Kosta um 70 þúsund krónur

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Neytendur vörunnar eru beðnir um að farga henni
Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Tískudrottningin var fyrir fjárhagslegu áfalli vegna bruna
Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Loka auglýsingu