1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

Ragna farin í veikindaleyfi frá Alþingi

„Nú er undirbúningur fyrir barnsburð framundan og stærsta nýja hlutverk okkar Árna í lífinu.“

Ragna Sigurðardóttir
Ragna SigurðardóttirÞingkonan ætlar að einblína á meðgönguna.

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar er komin í veikindaleyfi. Þetta tilkynnti hún á Facebook.

Þinkonan og læknirinn Ragna Sigurðardóttir tilkynnti á Facebook í gærkvöldi að hún væri komin í veikindaleyfi frá þingstöfum vegna meðgöngunnar en hún er komin 33 vikur á leið.

„Kæru vinir,

Ég er komin í veikindaleyfi frá þingstörfum vegna meðgöngunnar. Í minn stað er kominn frábær varaþingmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, sem hefur tekið mitt sæti í velferðarnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og á Alþingi.“ Þannig hefst tilkynning Rögnu en í næstu orðum segir hún að fyrstu mánuðirnir á þingi hafi verið „magnaðir“. Notar hún lýsingarorð á borð við áhugavert, lærdómsríkt og skemmtilegt, til að lýsa nefndarstarfinu.

„Það hafa verið magnaðir fyrstu mánuðir á þingi - ég tel mig heppna og er þakklát fyrir tækifærið að sinna þingstörfum fyrir þjóðina. Nefndarstarfið hefur verið gefandi, áhugavert, lærdómsríkt og skemmtilegt - og starfið í þingsal Alþingis ekki síður áhugavert. Samstarfsfólkið mitt í þingflokki Samfylkingarinnar er í fremstu röð og samstarfið við þingmenn stjórnarflokkanna hefur verið frábært. Þá hef ég eignast vini úr öllum flokkum og mun sakna sætisfélaga minna í þingsal!“

Þá segist Ragna hefði viljað ná að fylgja öllum hennar málum út úr nefnd en vegna meðal annars tafaleikja, hafi þau ekki öll komist að í tæka tíð.

„Ég hefði viljað fylgja öllum fimm málunum sem ég var framsögumaður fyrir í velferðarnefnd út úr nefnd og í aðra umræðu í þingsal en meðal annars vegna langra umræðna (og tafaleikja í sumum tilvikum) komust þau ekki öll að í tæka tíð. Ég vil þakka félögum mínum Kristjáni Þórði og Sigurþóru fyrir að flytja þau mál í minni fjarveru - og frábæru nefndasviði Alþingis fyrir alla aðstoð við undirbúning.“

Að lokum segir Ragna undirbúning fyrir fæðinguna vera framunda en að markmiðið sé að halda drengnum inni eins lengi og hægt er.

„Nú er undirbúningur fyrir barnsburð framundan og stærsta nýja hlutverk okkar Árna í lífinu. Ég er gengin tæplega 33 vikur í dag og drengurinn sem á eftir að fæðast er því strax orðinn móðurbetrungur þar sem mamma hans fæddist eftir rúmlega 32 vikna meðgöngu. Markmiðið er að halda honum inni aðeins lengur - helst fulla meðgöngu - hlusta á líkamann, samdrættina og fara sér hægt.

Ég hlakka til hlutverksins framundan meðan ég þakka fyrir tækifærin síðustu mánuði til að hafa áhrif. Þar til næst!“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Hópur manna voru með ólæti inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.“
Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Loka auglýsingu