1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

7
Minning

Anna Birgis er fallin frá

8
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

9
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

10
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Til baka

Ragga nagli segist ekki tileinka sér danska siði sem innflytjandi

„Hættum að ala á skautun, tortryggni og útlendingahatri.“

Ragga nagli
Ragga nagliNaglinn hvetur til samkenndar og náungakærleika.
Mynd: Aðsend

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli vekur athugli á því í nýrri Facebook-færslu að hún sé innflytjandi í Danmörku sem hefur ekki tileinkað sér danska siði nema að litlu leyti.

Innflytjendamál hafa verið mikið í umræðunni á Íslandi þessa dagana en um síðustu helgi voru haldin mótmæli gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum en í ræðum sem haldnar kom fram að fólk sem aðhylltist Íslamstrú væri sá hópur sem mótmælendur óttuðust hvað mest hér á landi, án þess þó að haldbær rök væru færð fyrir því.

Í færslunni sem Ragga birti í dag, talar hún um sig í þriðju persónu en þar blandar hún sér í innflytjendaumræðuna. Færslan hefst á eftirfarandi orðum:

„Naglinn er innflytjandi.
Sextán ár búsett í Baunalandi.
Talar ófullkomna dönsku með hreim.
Ólst ekki upp í dönskum kúltúr.
Og hefur ekki tileinkað sér siði og venjur Danans nema að örlitlu leyti.“

Ragga telur síðan upp ýmislegt sem hún ætti að gera til að tileinka sér danska siði og nefnir til dæmis það að hún þekki ekki einn danskan áhrifavald og hlusti ekki á danska tónlist nema þá sem er frá níunda og tíunda áratugnum. Þá segist hún ekki fagna Mortensaften, ekki éta kransaköku á gamlárskvöld né baka bollur á Stóra bænadeginum, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá segir Ragga aðallega Íslendinga vera í vinahópnum hennar og að hún fari á íslensk þorraböll, jólaböll og þrettándagleði. Aukreitis segist hún aldrei halda með Danmörku í fótbolta og að henni finnist Danir of grobbnir og kokhraustir fyrir hvern knattspyrnuleik.

Þá segist hún hafa komist í kast við lögin úti

„Naglinn hefur komist í kast við lögin í Danmörku og var tekin af politimand fyrir að keyra á 70 km hraða þar sem hámarkshraði var 50 km/h.“

Bætir hún við:

„Hinum megin götunnar eru fjölbýlishús þar sem 99% eru innflytjendur frá Tyrklandi, Írak, Íran, Pakistan. Í næstu götu ein stærsta moskan á Norðurbrú, og streyma þangað kuflaklætt íslamstrúað fólk mörgum sinnum á dag, og í unnvörpum á föstudögum. Aldrei upplifað vesen af þessu návígi við önnur trúarbrögð og menningu.“

Naglinn talar einnig um ást sína á kebabstað á Norðurbrú í Kaupmannahöfn sem og á kræsingum frá Víetnam, Indlandi, Tælandi og fleiri löndum.

Ragga telur því næst upp fræga innflytjendur í mannkynssögunni:

„Jón Sigurðsson var innflytjandi í Danmörku.
Albert Einstein og Arnold Schwarzenegger innflytjendur í Bandaríkjunum.
Freddie Mercury innflytjandi í Bretlandi.
Zlatan Ibrahimovic er innflytjandi í Svíþjóð.
Hefðu þessar þjóðir viljað segja þeim að drulla sér heim útlendingapakk?“

Bæti hún við að ef ekki væri fyrir innflytjendur á Íslandi væri ekki „marokkóskur veitingastaður á Siglufirði, Nings á Suðurlandsbraut, Vietnam á Laugavegi og Mandí í Skeifunni.“

Ragga segist síðan aldrei finna fyrir útlendingaandúð gagnvart sér í Danmörku:

„Enginn Dani hefur sagt óumbeðið í kommentakerfi að Íslendingar séu afætur og óþjóðalýður og ættu að hundskast heim til sín.
Ekki ein einasta hræða hefur sagt við Naglann: “Þú ert ekki velkomin hér útlendingaógeð”.
Aldrei fengið yfir sig holskeflu fúkyrða fyrir að hafa ekki aðlagast dönsku samfélagi og tekið upp þeirra siði og venjur. Þjóðernisrembingurinn er af sauðahúsi nasista í orðræðunni hjá virkum í athugasemdum.“

Að lokum kemur Ragga nagli með skilaboð til Íslendinga þar sem hún hvetur til þess að fólk sýni náungakærlega og grafi eftir samkennd og virðingu:

„Hættum að ala á skautun, tortryggni og útlendingahatri.
Gröfum frekar eftir samkennd og virðingu.
Sýnum náungakærleika og komum fram við innflytjendur á Íslandi eins og við viljum að sé komið fram við okkur þegar við tökum okkur búsetu á erlendri grund.
Fjölmenning gerir mannlífið litríkara og fjölbreyttara og úðar yfir okkur víðsýni og þroska.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Leiðindi í Kópavogi
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

Viðkomandi var óvelkominn við veitingahús
Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl
Fólk

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson
Heimur

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

Innlent

Leiðindi í Kópavogi
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

Viðkomandi var óvelkominn við veitingahús
Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Mótmæla breytingum á útlendingalögum
Innlent

Mótmæla breytingum á útlendingalögum

Loka auglýsingu