1
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

2
Fólk

„Ég var ekkert eðlilega leiðinleg við hann fyrst”

3
Pólitík

Amma Snorra Mássonar ósátt við stjórnarandstöðuna

4
Fólk

Edda Björgvins hæðist að stjórnarandstöðunni

5
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

6
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

7
Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

8
Menning

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

9
Innlent

Lögregla óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss

10
Heimur

Amma missti þrjú barnabörn sín í sprengjuárás Ísraela

Til baka

Ráðfærðu sig við Trump og drápu svo yfir 400 manns

Donald Trump hefur verið lýst sem friðarsinna.

Karoline Leavitt Donald Trump
Blaðafulltrúi TrumpsKaroline Leavitt greindi frá því í viðtali við Fox News í morgun að Hvíta húsið hefði verið í ráðum með Ísraelum fyrir loftárásirnar í nótt.
Mynd: AFP

„Ísraelar ráðfærðu sig við Trump-stjórnina og Hvíta húsið vegna árása þeirra á Gasasvæðinu í nótt,“ sagði blaðafulltrúi Hvíta hússins, Karoline Leavitt, í viðtali við Fox News í dag.

„Eins og forseti Trump hefur tekið skýrt fram - Hamas, Hútarnir, Íran, allir þeir sem leitast við að hræða ekki aðeins Ísrael, heldur einnig Bandaríkin, munu fá að gjalda fyrir það. Allt mun fara til fjandans,“ sagði þessi talsmaður Hvíta hússins.

Trump hafði áður gefið út opinbera viðvörun með svipuðum orðum, þar sem hann sagði að Hamas ætti að láta alla gísla í Gaza lausa eða „láta allt fara til fjandans.“

Yfir 400 manns hafa fundist látin eftir loftárásirnar, sem gerðar eru undir því yfirskini að ekki hafi allir gíslar verið frelsaðir úr höndum Hamas sem teknir voru í árásum 7. október 2023. Í árásum Hamas voru 1.200 Ísraelar drepnir og 250 handteknir.

Hernaðaraðgerðir Ísraels gegn Gaza í kjölfarið hafa drepið yfir 48.000 Palestínumenn, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti svæðisins, og einnig vakið ásakanir um þjóðarmorð og stríðsglæpi sem Ísrael neitar. Árásirnar hafa valdið því að nánast allir 2,3 milljónir íbúa Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og leitt til hungursneyðar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram þá tillögu að Palestínumenn verði fluttir frá Gasasvæðinu og þar byggi Bandaríkin upp lúxusferðaþjónustu. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa leitað leiða til að flytja Palestínumenn til Austur-Afríku.

Donald Trump hefur verið lýst sem friðarsinna, meðal annars af honum sjálfum, en um helgina fyrirskipaði hann loftárásir í Jemen þar sem yfirvöld segja að 53 hafi látist, aðallega börn og konur. Er það gert eftir árásir Húta-hreyfingarinnar á skipaumferð.

„Mín stoltasta arfleið verður friðarstillir og sameiningartákn,“ sagði Trump í vígsluræðu sinni 20. janúar síðastliðinn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Gaza
Heimur

Amma missti þrjú barnabörn sín í sprengjuárás Ísraela

Þrátt fyrir vopnahléaviðræður heldur Ísraelsher áfram loftárásum á Gasa
Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Atli Þór Sigurðsson
Menning

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

Björn Leifsson
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

kerti
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

Lögreglumótorhjól
Innlent

Lögregla óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss

Snorri Másson
Pólitík

Amma Snorra Mássonar ósátt við stjórnarandstöðuna

Edda Björgvins
Fólk

Edda Björgvins hæðist að stjórnarandstöðunni

Gurrý
Fólk

„Ég var ekkert eðlilega leiðinleg við hann fyrst”

Lögreglan skjöldur
Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

Árni Viljar Árnason
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

Putin
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

Heimur

Gaza
Heimur

Amma missti þrjú barnabörn sín í sprengjuárás Ísraela

Þrátt fyrir vopnahléaviðræður heldur Ísraelsher áfram loftárásum á Gasa
Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Putin
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

Hraðbrautin á Tenerife
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

Stella Thompson
Myndband
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

Loka auglýsingu