1
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

2
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

3
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

4
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott

5
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

6
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

7
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

8
Heimur

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið

9
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

10
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

Til baka

Prestar í íslensku þjóðkrikjunni fordæma brottvísun

Yfirlýsing frá 30 prestum þjóðkirkjunnar

Oscar
Oscar Anders Florez Bocanegra verður vísað úr landiVígðir prestar vilja halda honum á landinu
Mynd: Aðsend

Til þar til bærra stjórnvalda á Íslandi.

Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.

Forsaga málsins er skv. lýsingu fjölskyldunnar sú að:

Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára drengur frá Kólumbíu, stendur nú frammi fyrir því að vera vísað úr landi í annað sinn. Oscar kom hingað árið 2022 ásamt föður sínum. Móðir hans er ekki til staðar í lífi hans og faðir hans var tilkynntur fyrir ofbeldi á hans hendur og hefur afsalað sér formlega forsjá hans. Þrátt fyrir það var Oscar sendur úr landi með föður sínum síðastliðið haust. Í Bogotá gripu hann engin barnaverndaryfirvöld og hann endaði því einn á götunni, óvarinn, einmana og hræddur. Fósturfjölskylda hans á Íslandi kom honum aftur heim til Íslands, þar sem hann hefur notið öryggis, skólagöngu ogumhyggju. Þar til nú, þegar stendur til að vísa honum aftur úr landi.

Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu. Íslenska Þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja og sem slíkri ber henni miða erindi sitt við ritskýringu Biblíunnar. Við prestsvígslu lofar vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“, að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum“, auk þess að „rannsaka ritningarnar“ og lifa eftir þeim. Í siðfræði Gamla testamentisins er lögð áhersla á umgengni við útlendinga og í sama kafla og Jesús nam orðin „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) er jafnframt að finna þá kröfu að: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú eru börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar okkar: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“ Þá er siðfræði Biblíunnar dregin saman í orðum Jakobsbréfs sem segir að: „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði föður er að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingum þeirra.“

Kirkjan fagnar nú gleðidögum en þeir eru haldnir í ljósi upprisuhátíðar páskanna og að undangenginni föstu, þar sem samfélög og einstaklingar eru hvött til að iðka miskunnsemi og að rækta kærleika í garð allra.

Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis.

Virðingarfyllst,

Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli.

Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ.

Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks.

Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf.

Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli.

Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur.

Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju.

Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli.

Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn.

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari.

Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli.

Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra.

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju.

Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur.

Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli.

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli.

Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli.

Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli.

Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks.

Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys

Ekki er vitað um líðan viðkomandi
Tómas dæmdur fyrir peningaþvott
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn
Heimur

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn
Innlent

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

Anna segist ekki þjást af matarfíkn
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

Flugvél klessti á aðra í Bandaríkjunum
Myndir
Heimur

Flugvél klessti á aðra í Bandaríkjunum

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö
Heimur

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda
Myndband
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys

Ekki er vitað um líðan viðkomandi
Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn
Innlent

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

Loka auglýsingu