1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

3
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

4
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

5
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

6
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

7
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

8
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

9
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

10
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

Til baka

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Grínistinn grét í myndskeiði sem hann birti aðdáendum sínum

Pauly Shore
Pauly ShoreInnsæi leikarns bjargaði lífi hans
Mynd: MONICA SCHIPPER / Getty Images via AFP

Bandaríski leikarinn og grínistinn Pauly Shore, þekktur úr kvikmyndum á borð við Encino Man og Bio-Dome, hefur opinberað að hann hafi gengist undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr brisi. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann leggur ríka áherslu á mikilvægi forvarnarskanna.

Shore segir að hann hafi fyrir um þremur mánuðum farið í heilsufarsskönnun í Las Vegas, sem skanni allan líkamann frá toppi til táar. Í kjölfarið hafi læknar greint æxli í brisi hans. Þrátt fyrir að æxlið hafi reynst góðkynja hafi hann lýst því sem miklu áfalli að komast að því að hann bæri slíkt inni í sér.

„Þú veist aldrei, gæti það vaxið? Sprungið? Breyst í eitthvað verra? Þú veist það bara ekki,“ skrifaði hann.

Að sögn Shore fékk hann ráðleggingar frá sérfræðingum á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles, þar sem hann gekkst undir aðgerð 21. ágúst. Þar tókst að fjarlægja æxlið með svokallaðri enucleation-aðferð sem verndar brisið, án þess að grípa þyrfti til umfangsmeiri aðgerðar sem nefnd er Whipple.

Hann dvaldi eina nótt á sjúkrahúsi en jafnar sig nú heima. „Ég er allur í lagi og að jafna mig dag frá degi,“ segir hann í færslunni og bætir við að hann hafi nýlokið við fyrstu fasta máltíð sína eftir aðgerðina.

Shore tekur fram að hann hafi alltaf lagt mikla áherslu á heilsu sína, en aldrei áður farið í heildarskanna. Hann telur að sú ákvörðun hafi hugsanlega bjargað lífi sínu.

„Ef ég hefði ekki fylgt innsæinu mínu og farið í skannann hefði ég kannski aldrei komist að þessu, og eftir 5–10 ár gæti verið orðið of seint,“ skrifaði hann og hvetur fólk eindregið til að fara í forvarnarskoðanir.

Í myndbandi sem fylgdi færslu leikarans brestur hann í grát og viðurkennir að þetta hafi verið honum erfitt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Loka auglýsingu