Nú styttist óðum í Hrekkjavöku og þá munu stræti og götur á Íslandi fyllast af krökkum og fullorðnum sem hafa klætt sig í búninga og banka upp á hjá öðru fólki í von um nammigjöf.
Partýbúðin hefur lengi verið vinsæll sölustaður fyrir búninga og má búast við því að búðin selji marga búninga þetta árið. Hægt er að fá ýmsa búninga og er hægt að nefna Harry Potter-búninga, sjónræningjabúninga, prestabúninga, löggubúninga og kúrekabúninga.
Samkvæmt heimasíðu búðarinnar einnig hægt að fá trúðabúninga en athygli vekur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er settur í sama flokk og trúðarnir. Er hægt að fá nokkrar grímur af forsetanum, hálsbindi og einn stærri búning þar sem forsetinn er með mann á háhesti.
Samkvæmt leitarvél búðarinnar er ekki hægt að fá búninga sem eiga að líkjast Joe Biden, Barack Obama eða George W. Bush.
Fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga keyptu Partýbúðina fyrr á árinu en Jón Gunnar Bergs og María Soffía Gottfreðsdóttir höfðu átt hana árum saman. Búðin hagnaðist um 71 milljóna króna árið 2023.


Komment