
Pálmi Gestsson hæðist að Bergþóri Ólafssyni þingmanni Miðflokksins í nýrri Facebook-færslu.
Morgunblaðið sagði frá fullyrðingum Bergþórs um fagnaðarlæti stjórnarliða þegar 71. greininni var beitt til þess að stöðva málþóf stjórnarandstöðunnar. Sagði Bergþór high five hafi virts gefið á línuna, slík voru fagnaðarlætin. Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins svaraði Bergþóri fullum fetum og sakaði hann um lygar. Og nú hæðist Spaugstofumaðurinn góðkunni, Pálmi Gestsson að Bergþóri.
„Auminga Bergþór, ósköp eðlilegt að það fari í taugarnar á honum að aðrir gleðjist þegar hann er búinn að reyna allt til að drepa allt og alla úr leiðindum með sundurlausu og óskiljanlegu rausi í lengsta málþófsröfli sögunnar, og stórskaðað þing og þjóð.“
Að lokum segir Pálmi Bergþór hafa þvælst hvað mest fyrir og staðið í vegi fyrir að mörg mikilvæl mál næðu fram að ganga á þinginu.
„Hann hefur þann vafasama titil að vera sá sem hefur þvælst mest fyrir og komið í veg fyrir að mörg þjóðþrifa mál nái fram að ganga öllu venjulegu fólki til ama og skaða. Sannkallaður framfarahemill. En einhver þarf sjálfsagt að vera leiðinlegastur í bekknum.“
Komment