
Frá mótmælunumFáninn dreginn að húni
Mynd: Víkingur
Mótmælendur sem barið hafa á potta og pönnur við utanríkisráðuneytið undanfarnar vikur, til að minna utanríkisráðherra á þjóðarmorðið sem framið er á palestínsku þjóðinni, mættu fyrir utan ráðuneytið í gær í síðasta skipti í bili.
Mótmælin stóðu frá 15:00 til 17:00 en þar hélt fólk uppi sama hætti og venjulega og barði í potta og pönnur. Þá tóku mótmælendur sig til og tóku íslenska fánann niður og hengdu þann palestínska í staðinn. Lögreglunni leyst ekkert á það og var fljót að taka fánann niður.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir af mótmælunum sem ljósmyndari Mannlífs tók.

MótmælandiÞó nokkrir mættu til að mótmæla
Mynd: Víkingur

Frá mótmælunumÍslenski fáninn dreginn niður
Mynd: Víkingur

Íslenski fáninnÍslenski fáninn tekinn niður
Mynd: Víkingur

Fáninn mundaðurPalestínski fáninn dreginn að húni
Mynd: Víkingur

Lögreglan mættLögreglumaðurinn tekur niður fánann
Mynd: Víkingur

LögreglanLögreglan var ekki lengi að taka fánann niður
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment