1
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

2
Heimur

Katastrófa á Kanaríeyjum

3
Minning

Egill minnist látins vinar

4
Innlent

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York

5
Heimur

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum

6
Innlent

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn

7
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

8
Heimur

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga

9
Fólk

Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag

10
Fólk

Hatarar eiga von á vorbarni

Til baka

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga

Geðheilbrigðisráðgjafi með tengingu við Ísland vaktar hverfi sitt og passar upp á skólabörn gagnvart ICE.

Laura Smith
Laura SmithLaura Smith bjó um tíma á Íslandi
Mynd: Aðsend

Laura Smith, klínískur ráðgjafi í geðheilbrigðismálum í Chicago og fyrrverandi nemandi við Háskóla Íslands, segir samfélag innflytjenda í borginni búa við stöðuga ógn vegna aðgerða innflytjendaeftirlitsins ICE. Hún hefur tekið þátt í svokölluðu ICE Watch starfi, þar sem nágrannar fylgjast með og skrá starfsemi eftirlitsins til að vernda fólkið í hverfunum.

Smith býr á norðurhluta Chicago með eiginmanni sínum og tveggja ára syni. Hún starfar með fullorðnum, fjölskyldum og unglingum, en hafði áður unnið í 15 ár að stuðningi og málsvörn fyrir innflytjendur og flóttafólk, meðal annars á fyrsta kjörtímabili Donalds Trump.

Hún segir samfélagið þar sem hún starfar að mestu byggt af fólki af mexíkóskum uppruna, en aðeins tíu mínútna hjólreið frá sé hverfi með hvítri millistétt, þar sem hún sjálf býr. Hún er einnig sjálfboðaliði í nágrannaskóla og tekur á móti foreldrum og börnum á morgnana.

„Mér finnst mikilvægt að sýna sig sem hvít manneskja og styðja börn og foreldra með brúnan húðlit. Ekkert barn ætti að þurfa að óttast að fara í skólann,“ segir hún í samtali við Mannlíf.

Smith bendir á að nýlegur úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna heimili að fólk sé stöðvað og yfirheyrt á grundvelli útlits eða tungumáls. Hún segir úrskurðinn löghelga kynþáttamismunun og geri samfélag flóttafólks sérstaklega berskjaldað fyrir ofbeldi og handahófskenndum aðgerðum ICE.

„Ég nota orðið mannrán af ásetningi. ICE-liðar gefa sig ekki fram og hylja andlit sín, sem er ólöglegt. Þeir ræna fólki án afleiðinga,“ segir hún og bætir við: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga. Þeir nota táragas og önnur efnavopn í hverfunum okkar. ICE beitir líka tækni eins og andlitsgreiningu, njósnahugbúnaði og drónum. Njósnatæknin og aðferðirnar tengjast Ísrael. Í september myrtu ICE-liðar einstæðan föður tveggja ungra drengja. Þetta er fasismi.“

Í hverfinu er notuð einföld aðferð til að gera viðvart um aðgerðir ICE: nágrannar bera flautur. Stuttar lotur flauta merkja að ICE sé á ferð, langir tónar ef verið sé að ræna einhverjum.

flautur
FlauturPakki með flautum og upplýsingum sem Laura útbjó með nágrönnum sínum
Mynd: Aðsend

„Markmiðið er að draga úr ofbeldi og skrá hvað þeir gera. Það er fullkomlega löglegt að taka upp það sem þeir eru að gera,“ segir hún í samtali við Mannlíf.

Smith lýsir atviki 21. október þegar ICE-menn birtust í heimreið hennar; brynvarðir, sumir með hulin andlit og vopnaðir hríðskotabyssu. Hún hljóp berfætt út með símann í hönd og hóf upptöku ásamt öðrum nágrönnum.

„Ég var ekki með flautuna mína. ICE var fylgt af fólki á reiðhjólum sem blés í flautur og einnig af bíl sem flautaði. Nokkrir nágrannar mínir, sem voru heima, komu út. Margir okkar byrjuðu að taka upp á símana okkar. Ég hugsaði: „Guð minn góður, hvernig getur þetta verið að gerast beint fyrir framan húsið mitt?! Þessir ICE-liðar eru svo illir!“.“

Laura segir atvikið enn sitja í sér. „ICE-liðarnir stigu út úr bílum sínum til að áreita fólkið sem elti þá. Ég man að einn þeirra sagði: „Þetta er síðasta viðvörunin ykkar!“ Ég hélt áfram að taka upp þótt ég væri skjálfandi og gréti aðeins, og að lokum fóru lögreglumennirnir aftur inn í bílana sína og óku á brott.“

Þrátt fyrir óttann telur Laura að atvik eins og þetta hafi styrkt samstöðu í samfélaginu. Nágrannar hafi tengst og skipulagt dreifingu flauta og fræðsluefnis um réttindi fólks.

„Persónulega finnst mér ég hafa hertst aðeins, og ég ætla aldrei að taka flautuna mína af!“ segir Laura að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Katastrófa á Kanaríeyjum
Heimur

Katastrófa á Kanaríeyjum

Einn látinn og annar á gjörgæslu eftir að handrið á svölum hótels gaf sig
Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag
Myndband
Fólk

Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag

Egill minnist látins vinar
Myndband
Minning

Egill minnist látins vinar

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu
Myndband
Heimur

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af
Innlent

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum
Myndband
Heimur

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York
Innlent

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn
Innlent

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins
Heimur

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns
Heimur

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns

Heimur

Katastrófa á Kanaríeyjum
Heimur

Katastrófa á Kanaríeyjum

Einn látinn og annar á gjörgæslu eftir að handrið á svölum hótels gaf sig
Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga
Einkaviðtal
Heimur

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu
Myndband
Heimur

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum
Myndband
Heimur

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum

Loka auglýsingu