1
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

2
Innlent

Alma endurkjörin

3
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

4
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

5
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

6
Fólk

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“

7
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

8
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

9
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

10
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Til baka

Ósáttur við Kveik: „Ótrúlega slöpp vinnubrögð“

Borgarfræðingur telur að umfjöllun um hávaðamengun í nýjum íbúðum hafi verið ábótavant.

umferð reykjavík Hringbraut
Umferðin í ReykjavíkLíkt og bent er á í umræðum um bíllausan lífsstíl eru mörg eldri dæmi um byggð nærri stofnbrautum.
Mynd: Shutterstock

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði í gærkvöldi um hvernig þétting byggðar væri að fjölga íbúðum nærri stofnbrautum vegakerfisins. Þar kemur fram að Ólafur Hjálmarsson, verkfræðingur með sérhæfingu í hljóðvist, „óskar engum þess að búa“ í nýjum íbúðum sem byggðar eru upp við Hringbraut í Hlíðarendahverfinu.

Björn Teitsson, borgarfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, gagnrýnir framsetningu Kveiks í þættinum.

„Þetta er virkilega furðuleg framsetning. Svo ekki sé meira sagt. Það er alveg skýrt hver er mengunar- og skaðvaldurinn. Það er ljóst að frá því á 6. áratugi síðustu aldar hafa verið byggðar íbúðir nálægt stofnbrautum. Hávaðinn eykst, því fjöldi og þyngd bíla eykst. En nei. Bílar eru ekki vandamál. Fólk er vandamál. Við þurfum bara að flýja undan bílum, haga öllu okkar lífi eftir því hvar bílar aka um. Þetta er alveg sturlað. Eins og Will Ferrell í Zoolander, mér líður eins og ég sé að taka crazy pills,“ segir Björn.

Að mati Björns hefði verið rétt að beina sjónum að skorti á almenningssamgöngum. „Án djóks, mikilvægt að benda á þetta vandamál, eitt af mörgum mjög alvarlegum vandamál sem magn umferðar og fjöldi bíla veldur okkur í okkar lífi, mun meira en aðrar þjóðir glíma við - en þessi framsetning er alveg kolrugluð. Takið á ríki og sveitarfélögum fyrir að gera ekki nægilega vel við að tempra umferð með því að hraða uppbyggingu almenningssamgangna, en að við þurfum nú að færa byggð frekar en taka á grunnvandanum, jeminn,“ segir hann og beinir spjótum að flugvellinum. „Það er mun meiri hávaði frá þessum blessaða flugvelli í nýja Hlíðarendahverfinu. Það er samt einhvern veginn engin frétt.“

Hilmar Þór Björnsson arkitekt þylur upp mótvægisaðgerðir. „Banna nagladekk, minnka hraðann, fjölga rafmagnbílum og hanna hús og deiliskipulag i samræmi við hljóðvist.“

Undir þetta tekur íbúi við Miklubraut. „Ég get staðfest að tvöfalt misþykkt gler, engin opnanleg fög að götu og loftræsing yfir þak í ónotuðum skorsteini virkar vel á Miklubraut 62,“ segir hann.

„Nagladekk og hraði eru risastórir áhrifavaldar sem var ekki einu sinni minnst á. Ótrulega slöpp vinnubrögð,“ segir Björn, sem er menntaður í borgarfræðum frá Bauhaus-háskólanum í Þýskalandi, fyrrverandi fréttamaður RÚV og starfar hjá Skipulagsstofnun.

Umfjöllun Kveiks sneri að því að reglur um hljóðvist í íbúðum kveði á um að hávaði við húsvegg megi ekki vera meiri en 30 desíbel, en að undanþágur leyfi nýbyggingar á hávaðasömum svæðum þar sem önnur hliðin vísar að hljóðlátum húsgarði. Þannig búi 64 þúsund íbúar við hávaða og geti ekki opnað gluggann hávaðalaust. „Þetta er eins og ryksugan sé í gangi,“ segir Ólafur verkfræðingur við Kveik.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

„Konan var alblóðug í framan og á höndum“
Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús
Myndir
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað
Myndir
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“
Fólk

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna
Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum
Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum

Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

„Konan var alblóðug í framan og á höndum“
Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað
Myndir
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Loka auglýsingu