1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Óöryggi og samskiptaleysi í tapleik Íslands

Fyrsti landsleikur undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gekk ekki vel

Andri Lucas að spila fyrir hönd Íslands
Andri Lucas í leik með landsliðinuMyndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: KSÍ

Það var fátt um fína drætti hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu í leik liðsins gegn Kósovó fyrr í kvöld.

Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og tefldi Arnar fram sókndjarfara liði en Íslendingar eiga að venjast. Leikurinn fór fram á heimavelli Kósovó og er hægt að segja að heimamenn hafi stjórnað leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir íslenska landsliðið, og þá sérstaklega Orri Steinn, hafi náð að skapa sér góð marktækifæri og að Íslandi hafi verið meira með boltann.

Fyrsta mark leiksins skoraði Lumbardh Dellova á 11. mínútu eftir að varnarmenn Íslands sváfu á verðinum eftir aukaspyrnu sem send var inn á vítateig Íslands. Sú forysta entist þó ekki lengi en Orri Steinn Óskarsson náði að jafna metinn með frábæru marki eftir glæsilega sendingu frá Ísaki Bergmann.

Það var svo á 57. mínútu sem heimamenn komust aftur yfir eftir klaufaskap Hákons Arnars og héldu því restina af leiknum. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við en niðurstaðan 2-1 sigur Kósovó.

Það var furðulegt að fylgjast með leik liðsins en leikmenn voru sýnilega óöryggir, óákveðnir og orkulausir. Það á sérstaklega við varnarmenn Íslands og er í raun ótrúlegt að Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson hafi klárað leikinn og í eiginlega áfellisdómur yfir þeim varnarmönnum sem sátu á bekknum.

Einu ljóst punktarnir voru frammistöður Hákons Rafns Valdimarssonar og Orra Steins Óskarssonar.

Einkunnir liðsins:

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Guðlaugur Victor Pálsson – 4
Aron Einar Gunnarsson – 4
Sverrir Ingi Ingason – 5
Mikael Egill Ellertsson – 5
Ísak Bergmann Jóhannesson - 5 (65′)
Hákon Arnar Haraldsson – 4
Logi Tómasson – 4 (65′)
Albert Guðmundsson - 5 (65′)
Orri Steinn Óskarsson – 7 – Maður leiksins
Andri Lucas Guðjohnsen – 4

Varamenn:

Arnór Ingvi Traustason (65′) – 5
Stefán Teitur Þórðarson (65′) – 5
Jón Dagur Þorsteinsson (65′) – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Málið er enn í rannsókn lögreglu
Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði
Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

Loka auglýsingu