Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að þjófar hafi verið á ferli í þremur mismunandi verslunum. Tveir þeirra náðust en sá þriðji slapp. Ekki kemur fram hvort að málin þrjú tengist.
Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Minni háttar tjón varð og engin meiðsli en draga þurfti bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á hótel en þar neitaði gestur að yfirgefa herbergið sitt eftir að bókuðum gistinóttum var lokið.
Bifreið var stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Einnig var tilkynnt um innbrot í geymslu verktakafyrirtækis og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment