1
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

2
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

3
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

4
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

5
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

6
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

7
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

8
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

9
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

10
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Til baka

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

„Þarna er bíl beitt sem vopni!“

Ísland Palestína mótmæli - ákeyrsla
Atvikið náðist á myndumVitni sögðu að konan hefði ekið viljandi af stað
Mynd: Víkingur

Ökumaður bifreiðar ók af stað með tvo mótmælendur á húddinu á Lækjargötu í morgun en að sögn mótmælenda sem Mannlíf ræddi við, var um alvarlegt atvik að ræða.

Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla fyrir utan fyrirætlaðan ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 í morgun, vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart Ísrael sem fremur nú þjóðarmorð á Gaza. Þegar í ljós kom að hætt hefði verið við fundinn, færðu mótmælendur sig að utanríkisráðuneytinu og síðan að stjórnarráðinu og að lokum að dómsmálaráðuneytinu. Andrúmsloftið var talsvert rafmagnaðra en oft áður á svipuðum mótmælum en lögreglan var með mikinn viðbúnað og stugguðu við nokkrum mótmælendum.

Eitt atvik stóð upp úr en það var þegar eldri kona ætlaði að keyra í Lækjargötu en varð að stöðva bílinn þar sem tveir mótmælendur stóðu á götunni. Samkvæmt vitni sem Mannlíf ræddi við flautaði konan á þá en þau hafi þá tilt sér upp að bílnum. Þá hafi konan keyrt af stað með mótmælendurna á húddinu um það bil metra.

Daníel Þór Bjarnason hjá Dýrið - Baráttusamtök, sem berjast fyrir réttinum til að mótmæla, varð vitni að atvikinu og brást ókvæða við. Daníel rauk að opnum glugga bifreiðarinnar og skammaði konuna sem þar var við stýrið. Að sögn Daníels dró lögreglan hann í burtu og sagði honum að róa sig. Þegar hann hafi bent lögreglunni á að konan hafi keyrt á mótmælendur hafi lögreglan sagt honum að mótmælendurnir hafi verið fyrir henni.

Daníel Þór segir í samtali við Mannlíf að annar mótmælendanna sé nú á bráðamóttökunni til að fá áverkavottorð. Segir hann málið grafalvarlegt. „Við höfum tekið eftir því að þetta hefur verið að ágerast, ögranir og ofbeldi gegn mótmælendum,“ segir hann og bætir við að viðbrögð lögreglunnar í þessu tilviki hafi verið fáránleg. „Þarna er bíl beitt sem vopni!“ Bætir hann við að konan hafi til að byrja með ekið hratt að mótmælendunum og síðan öskrað á þá.

Þá segir hann að traust mótmælenda til lögreglunnar sé nánast horfið þar sem hún bregðist oftar en ekki lítið sem ekkert við þegar ógn hefur steðjað að þeim.

Ísland Palestína mótmæli - ákeyrsla
Rætt við ökumann bílsins
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Ráðlagt er að neyta þeirra ekki
Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu
Myndir
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn
Heimur

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Ráðlagt er að neyta þeirra ekki
Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Loka auglýsingu