
Alls voru 69 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Hvorki fleiri né færri en 12 gista í fangageymslu lögreglunnar eftir nóttina, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Hér má sjá nokkur dæmi um verkefni hennar á tímabilinu.
Lögreglan sem annast Austur og Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæinn og Seltjarnarnes handtók þrjá ökumenn sem hún grunaði um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis en einn þeirra var aukreitis grunaður um sölu á fíkniefnum. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir að vera með filmur í hliðarrúðum en þeir eiga von á sekt.
Lögreglan sem starfar í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi handtók þrjá aðila vegna gruns um nytjastuld vélknúinna farartækja og annarra brota en þeir voru allir vistaðir í klefa í þágu rannsóknar.
Lögreglan sem sinnir útköllum í Kópavogi og í Breiðholti fékk tilkynningu um innbrot og þjófnað í verslun en málið er í rannsókn.
Að lokum stöðvaði lögreglan sem annast verkefni í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, ökumann fyrir of hraðan akstur en hann reyndist einnig vera með útrunnin ökuréttindi. Á hann von á sekt fyrir bæði brotin.
Þá barst sömu lögreglu tilkynningu um aðila sem var að leika sér að kasta eggjum í bifreið en kauði fannst ekki þegar að honum var leitað.
Komment