Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gær er greint frá því að einn ölvaður ökumaður hafi verið tekinn í Kópavogi. Þá hafi verið tilkynnt um rúðubrot í miðbæ Reykjavíkur.
Einnig var ekið aftan á annan bíl í Kópavogi.
Þá segir lögreglan að rólegt hafi verið í nótt og veltir fyrir sér hvort nístingskuldi hafi mögulega fengið mögulega glæpamenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákváðu hvort þeir myndu brjóta af sér.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment